Erlent

Ópíumframleiðsla eykst um 61% í Afghanistan

Bændur segja efnahagslega erfiðleika sína vera eina af ástæðum aukningarinnar.
Bændur segja efnahagslega erfiðleika sína vera eina af ástæðum aukningarinnar. mynd/AFP
Ópíumframleiðsla í Afganistan jókst um 61% á síðasta ári. Ástæðan fyrir aukningunni er talin vera hærra verð ópíums sem hvatt hefur bændur í Aganistan til að stækka akra sína.

Afganistan framleiðir 90% af ópíumi heimsins, alls 5.800 tonn á ári. Í ópíumi er mikið magn morfíns, en heróín er myndað úr morfíni.

Sérfræðingar telja að gróði af sölu efnisins fjármagni uppreisn Talibana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×