Innlent

Dregur úr umferð

Umferð í september síðastliðnum á sextán völdum talningarstöðum á hringveginum var 1,2 prósentum minni en í september í fyrra. Mesti samdrátturinn var á Norðurlandi, eða um tæp fjögur prósent, en minnstur í grennd við höfuðborgarsvæðið, eða 0,7 prósent.

Það sem af er árinu hefur dregið úr umferð í öllum mánuðum samanborið við sama tímabil í fyrra, eða um rúmlega fimm prósent. Mesti samdrátturinn var um Holtavörðuheiði, eða 7,7 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×