Erlent

Föngum sleppt í Búrma

Yfirvöld í Búrma tilkynntu í morgun að þau ætli að náða 6300 fanga á einu bretti. Ekki er ljóst hve stór hluti þeirra er í fangelsi vegna pólitískra skoðanna sinna en yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að nýstofnuð mannréttindanefnd í landinu hvatti til þess að samviskufangar sem ríkinu stafi ekki hætta af ættu að fá frelsi. Talið er að tvöþúsund pólítískir fangar séu í haldi í Búrma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×