Erlent

Fjármálaráðherra Egyptalands segir af sér

Beblawi sagði af sér í kjölfar mótmælanna um helgina.
Beblawi sagði af sér í kjölfar mótmælanna um helgina. mynd/AFP
Hazem el-Beblawi, fjármálaráðherra Egyptalands, hefur sagt af sér í kjölfar harmleiksins á sunnudaginn, en þar voru 25 mótmælendur drepnir og hundruðir særðir. Beblawi var skipaður fjármálaráðherra af herstjórninni sem tók við stjórn landsins eftir að Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, sagði af sér.

Með afsögninni sagðist Beblawi vera að mótmæla meðhöndlun herstjórnarinnar á mótmælunum á sunnudaginn.

Herstjórnin hefur nú þegar sett laggirnar nefnd sem á að rannsaka ofbeldið á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×