Erlent

Slóvakía kýs um breytingar á evrusjóði

Iveta Radicova, forsætisráðherra Slóvakíu.
Iveta Radicova, forsætisráðherra Slóvakíu. mynd/AFP
Búist er við að þing Slóvakíu greiði atkvæði í dag um breytingar á björgunarsjóði Evruríkjanna. Breytingarnar eru taldnar vera nauðsynlegar til að kljást við skuldavalda Evrópu.

Iveta Radicova, forsætisráðherra Slóvakíu, hefir staðið í ströngu síðustu daga við að afla stuðningi við hugmyndirnar. Hún mætir þó mikill mótstöðu, nú þegar hefur einn stjórnarflokkanna sagst ætla að kjósa gegn  breytingunum.

Forsætisráðherrann telur að framtíð Slóvakíu í Evrópu vera í húfi. Hún segist ekki vilja vera sú sem einangri landið frá umheiminum.

Þrír af fjórum stjórnarflokkum samsteypustjórnarinnar styðja breytingarnar. SaS flokkurinn neitar að samþykkja þær. Meðlimir SaS segja að Slóvakía, sem er eitt af fátækustu löndum Evrusvæðisins, muni ekki geta tryggt 7.7 milljarðar evra sem krafist er af landinu verði breytingar að veruleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×