Erlent

Gassamningur Rússlands og Kínverja í nánd

Vladimir Pútín sýnir Hu Jintao, forseta Kína, stjórnstöðvar Gazprom.
Vladimir Pútín sýnir Hu Jintao, forseta Kína, stjórnstöðvar Gazprom. mynd/AFP
Yfirvöld í Rússlandi greindu frá því í dag að orkusamningur við Kína væri nú langt á leið kominn. Viðskiptasamningurinn markar þáttaskil í samskiptum nágrannaríkjanna. Með samningnum fengi Kína aðgang að tugum milljarða rúmmetra af gasi frá Rússlandi.

Samningaviðræður milli Rússlands og Kína hófust fyrir 30 árum og hafa frestast ítrekað vegna ágreinings um verðlagningu.

Í heimsókn til Peking sagði Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands og verðandi forseti, að samingurinn væri í nánd. Hann vonar að samingurinn verði vísir að nánari samstarfi ríkjanna í framtíðinni.

Varaforsætisráðherra Rússlands, Igor Sechin, greindi síðan frá því að samkomulag hefði náðst um skuldir Kína vegna útflutnings Rússneskrar olíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×