Enski boltinn

Ferguson kærður fyrir ummæli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri United.
Alex Ferguson, stjóri United. Nordic Photos / Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur kært Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, fyrir ummæli sem hann lét falla um Martin Atkinson knattspyrnudómara.

Atkinson dæmdi viðureign Chelsea og United á þriðjudagskvöldið og var Ferguson ósáttur við að hann hafi dæmt vítaspyrnuna sem Frank Lampard skoraði úr og tryggði þar Chelsea þar með 2-1 sigur.

Þá var hann einnig mjög óánægður með að Atkinson hafi ekki gefið David Luiz, varnarmanni Chelsea, áminningu fyrir brot á Wayne Rooney en Luiz var þá þegar búinn að fá gult spjald í leiknum.

Þá sagði Ferguson einnig að honum hafi ekki litist á blikuna þegar hann sá hver ætti að dæma leikinn og að dómarar hefðu haft áhrif á alla leiki United gegn Chelsea á Stamford Bridge undanfarin þrjú ár.

Ferguson hefur frest til 8. mars til að svara kærunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×