Erlent

Fellibylurinn Jova nálgast strendur Mexíkó

Jova er nú þriðja stigs fellibylur en talið er að kraftur hans muni aukast í dag.
Jova er nú þriðja stigs fellibylur en talið er að kraftur hans muni aukast í dag. mynd/AFP
Fellibylurinn Jova nálgast strendur Mexíkó óðfluga. Samkvæmt veðurathugunum á vegum vísindamanna í Bandaríkjunum er Jova nú þriðja stigs fellibylur og er því fær um að valda stórfelldum skaða.

Um helgina gekk Jova yfir Kyrrahafið og efldist mikið. Vindhviður Jova ná allt að 190 kílómetra hraða, talið er að kraftur fellibylsins muni aukast enn frekar í dag.

Talið er að Jova muni lenda á ströndum Mexíkó á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×