Erlent

Samsung frestar Nexus Prime

Nýjasta útspili Samsung er beðið með mikilli eftirvæntingu.
Nýjasta útspili Samsung er beðið með mikilli eftirvæntingu.
Samsung hefur frestað sjósetningu nýjasta snjallsíma síns, Nexus Prime. Var þetta gert af virðingu við Steve Jobs, sem var stofnandi og forstjóri Apple.

Talsmenn fyrirtækisins, sem er helsti keppinautur Apple, sögðu í tilkynningu að það væri óheppilegt að opinbera símann þegar heimurinn sé enn að syrgja Jobs.

Samsung og Apple hafa átt erjum síðustu mánuði og saka fyrirtækin hvort annað um að hafa misnotað einleyfisrétt á íhlutum. Apple sakar því Samsung um hafa notað sína hönnum við þróun á nýjum spjaldtölvum og snjallsímum.

Töluverð eftirvænting er fyrir nýja snjallsíma Samsung en hann verður knúinn af nýjustu útgáfu Android stýrikerfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×