Yfirgnæfandi líkur á að Vaðlaheiðargöng spjari sig vel Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2011 19:45 Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir yfirgnæfandi líkur á að Vaðlaheiðargöng muni standa undir sér, og gott betur en það. Þingmenn, sem hlýddu á, eru ekki allir sannfærðir. Örlög Vaðlaheiðarganga eru nú í höndum Alþingis sem þarf á næstu vikum að ákveða hvort ríkissjóði verður heimilað að lána hlutafélagi þá fjármuni sem þarf. Umhverfis- og samgöngunefnd þingsins hóf að kryfja málið í morgun, fékk fyrst til sín Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, sem sagði grundvallarforsendu að veggjöld stæðu undir kostnaði. Fulltrúar Vaðlaheiðarganga hf. sögðu nýja útreikninga sýna að með innan við þúsund króna veggjaldi myndu göngin greiðast upp á 25 til 30 árum. Ekki eru allir sannfærðir. Þannig staðhæfði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, að það væri greinilegt að fjármögnun gengi ekki upp sem sjálfbær. Það væri útilokað mál og það þyrfti ekki að hafa mörg orð um það. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist efast um að Alþingi ætti að samþykkja þá tillögu sem sett hefði verið fram í fjárlagafrumvarpinu um ábyrgð á láni eða endurlán. Þingmennirnir Árni Johnsen og Þuríður Backmann lýstu hins vegar yfir stuðningi við málið og Róbert Marshall var jákvæður. Fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon sagði ráðuneyti sitt telja að göngin ættu að geta staðið undir sér. Forsendur væru eins traustar og þær gætu orðið. ,,Ég tel alveg yfirgnæfandi líkur á því að þetta verkefni muni ganga vel og sjá um sig sjálft. Og ég er reyndar mjög bjartsýnn á að það muni gera betur en það. Ég er eiginlega alveg viss um að óvissuþættirnir eru miklu líklegri til að falla á jákvæðu hliðina í þessu núna heldur en þá neikvæðu." Þá væru líklegar stórframkvæmdir ekki teknar með í reikninginn. ,,Daginn sem til dæmis komnar eru ákvarðanir um að fara í virkjanaframkvæmdirnar í Suður-Þingeyjarsýslu þá held ég að menn þurfi ekki að hafa meiri áhyggjur af þessu máli. Það mun spjara sig og spjara sig vel," sagði Steingrímur. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir yfirgnæfandi líkur á að Vaðlaheiðargöng muni standa undir sér, og gott betur en það. Þingmenn, sem hlýddu á, eru ekki allir sannfærðir. Örlög Vaðlaheiðarganga eru nú í höndum Alþingis sem þarf á næstu vikum að ákveða hvort ríkissjóði verður heimilað að lána hlutafélagi þá fjármuni sem þarf. Umhverfis- og samgöngunefnd þingsins hóf að kryfja málið í morgun, fékk fyrst til sín Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, sem sagði grundvallarforsendu að veggjöld stæðu undir kostnaði. Fulltrúar Vaðlaheiðarganga hf. sögðu nýja útreikninga sýna að með innan við þúsund króna veggjaldi myndu göngin greiðast upp á 25 til 30 árum. Ekki eru allir sannfærðir. Þannig staðhæfði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, að það væri greinilegt að fjármögnun gengi ekki upp sem sjálfbær. Það væri útilokað mál og það þyrfti ekki að hafa mörg orð um það. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist efast um að Alþingi ætti að samþykkja þá tillögu sem sett hefði verið fram í fjárlagafrumvarpinu um ábyrgð á láni eða endurlán. Þingmennirnir Árni Johnsen og Þuríður Backmann lýstu hins vegar yfir stuðningi við málið og Róbert Marshall var jákvæður. Fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon sagði ráðuneyti sitt telja að göngin ættu að geta staðið undir sér. Forsendur væru eins traustar og þær gætu orðið. ,,Ég tel alveg yfirgnæfandi líkur á því að þetta verkefni muni ganga vel og sjá um sig sjálft. Og ég er reyndar mjög bjartsýnn á að það muni gera betur en það. Ég er eiginlega alveg viss um að óvissuþættirnir eru miklu líklegri til að falla á jákvæðu hliðina í þessu núna heldur en þá neikvæðu." Þá væru líklegar stórframkvæmdir ekki teknar með í reikninginn. ,,Daginn sem til dæmis komnar eru ákvarðanir um að fara í virkjanaframkvæmdirnar í Suður-Þingeyjarsýslu þá held ég að menn þurfi ekki að hafa meiri áhyggjur af þessu máli. Það mun spjara sig og spjara sig vel," sagði Steingrímur.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira