Írena nálgast - fólk búið að fylla baðkörin af fersku vatni Boði Logason skrifar 25. ágúst 2011 14:36 Fellibylurinn Írena gengur, vonandi, framhjá eyjunni Gran Bahama sem kokkurinn Völli Snær býr á. Ljóst er að tjónið verður gífurlegt. Samsett mynd/Vísir „Ég fór út í búð á mánudaginn og það var allt bara tómt - fólk er mjög meðvitað um hvað getur gerst," segir kokkurinn Völundur Snær Völundarson, oft kallaður Völli Snær, sem býr á Bahama-eyjum. Fellibylurinn Írena gengur yfir eyjarnar á næstu fjórum til fimm klukkutímum og verður þá búinn að ná styrkleika fjögur. Allt rafmagn er farið af eyjunni og bíða nú íbúar eftir því að fellibylurinn skelli á. Völli segir að Írena verði fjórði fellibylurinn á sjö árum sem gengur yfir eyjarnar. Munurinn núna og síðustu ár er sá að íbúarnir eru búnir að gera allar viðeigandi ráðstafanir og þá hafi fyrri fellibyljir ekki verið jafn kraftmiklir og Írena. „Fólk er búið að byrgja sig upp af vatni og er búið að hafa þrjá til fjóra daga til að undirbúa sig," segir hann og bendir á að sumir hafi tekið upp á því að fylla baðkörin sín af vatni og fylla skápana af dósamat.Fólk búið að koma sér fyrir í kirkjum og skólum Vonast er til að fellibylurinn verði um 50 til 100 mílur austan við eyjarnar fremur en hann skelli beint á eyjuna. Þá verði tjónið töluvert meira. Eins og staðan er núna er fyrri kosturinn líklegri. Sett hafa verið upp hjálparskýli víðsvegar um eyjuna sem Völli býr á, en hún heitir Gran Bahama og búa 50 þúsund manns á henni. „Það er mikil stéttaskipting hérna og þeir sem hafa það verst hafa komið sér fyrir í kirkjum og skólum. Það er fólk sem býr nálægt sjónum og getur því ekki verið heima hjá sér." Sjálfur er hann á hóteli og segist ekki geta tekið áhættuna að vera heima hjá sér á meðan fellibylurinn gengur yfir. „Þetta er öruggasti staðurinn til að vera á," segir hann. Á heimili sínu er hann með 200 lítra af fersku vatni og aðra 400 lítra af kranavatni. „Við erum einnig með litla rafstöð til að knýja ísskáp, ljós og viftur áfram. Svo er ég búinn að fylla frystinn hjá mér af ísmolum en það kemur til að vera mikil munaðarvara á næstu vikum."Afleiðingarnar hrikalegastar Spurður hvort hann sé áhyggjufullur um að allt eigi eftir að fara á versta veg, segir hann það ekki vera svo. „Nei alls ekki, ekki þegar maður er svona vel undirbúinn. Ég er að sjá um matinn á hótelinu núna og var bara að klára að elda morgunmatinn fyrir klukkutíma, svo fer ég í hádegismatinn á eftir." Gert er ráð fyrir að fellibylurinn gangi yfir eyjarnar á 12 til 24 klukkutímum. „Svo fer maður heim og sér hvernig garðurinn lítur út," segir hann. Hann segir að það versta við svona fellibylji vera afleiðingarnar. „Það er það hrikalegasta. Að vera í 35 stiga hita, með ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn." Eins og áður segir, er búist við að fellibylurinn gangi yfir eyjarnar á næstu klukkutímum en nú þegar eru sterkar vindhviður á eyjunum. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir fundi utanríkismálanefndar vegna heimsóknarinnar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Sjá meira
„Ég fór út í búð á mánudaginn og það var allt bara tómt - fólk er mjög meðvitað um hvað getur gerst," segir kokkurinn Völundur Snær Völundarson, oft kallaður Völli Snær, sem býr á Bahama-eyjum. Fellibylurinn Írena gengur yfir eyjarnar á næstu fjórum til fimm klukkutímum og verður þá búinn að ná styrkleika fjögur. Allt rafmagn er farið af eyjunni og bíða nú íbúar eftir því að fellibylurinn skelli á. Völli segir að Írena verði fjórði fellibylurinn á sjö árum sem gengur yfir eyjarnar. Munurinn núna og síðustu ár er sá að íbúarnir eru búnir að gera allar viðeigandi ráðstafanir og þá hafi fyrri fellibyljir ekki verið jafn kraftmiklir og Írena. „Fólk er búið að byrgja sig upp af vatni og er búið að hafa þrjá til fjóra daga til að undirbúa sig," segir hann og bendir á að sumir hafi tekið upp á því að fylla baðkörin sín af vatni og fylla skápana af dósamat.Fólk búið að koma sér fyrir í kirkjum og skólum Vonast er til að fellibylurinn verði um 50 til 100 mílur austan við eyjarnar fremur en hann skelli beint á eyjuna. Þá verði tjónið töluvert meira. Eins og staðan er núna er fyrri kosturinn líklegri. Sett hafa verið upp hjálparskýli víðsvegar um eyjuna sem Völli býr á, en hún heitir Gran Bahama og búa 50 þúsund manns á henni. „Það er mikil stéttaskipting hérna og þeir sem hafa það verst hafa komið sér fyrir í kirkjum og skólum. Það er fólk sem býr nálægt sjónum og getur því ekki verið heima hjá sér." Sjálfur er hann á hóteli og segist ekki geta tekið áhættuna að vera heima hjá sér á meðan fellibylurinn gengur yfir. „Þetta er öruggasti staðurinn til að vera á," segir hann. Á heimili sínu er hann með 200 lítra af fersku vatni og aðra 400 lítra af kranavatni. „Við erum einnig með litla rafstöð til að knýja ísskáp, ljós og viftur áfram. Svo er ég búinn að fylla frystinn hjá mér af ísmolum en það kemur til að vera mikil munaðarvara á næstu vikum."Afleiðingarnar hrikalegastar Spurður hvort hann sé áhyggjufullur um að allt eigi eftir að fara á versta veg, segir hann það ekki vera svo. „Nei alls ekki, ekki þegar maður er svona vel undirbúinn. Ég er að sjá um matinn á hótelinu núna og var bara að klára að elda morgunmatinn fyrir klukkutíma, svo fer ég í hádegismatinn á eftir." Gert er ráð fyrir að fellibylurinn gangi yfir eyjarnar á 12 til 24 klukkutímum. „Svo fer maður heim og sér hvernig garðurinn lítur út," segir hann. Hann segir að það versta við svona fellibylji vera afleiðingarnar. „Það er það hrikalegasta. Að vera í 35 stiga hita, með ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn." Eins og áður segir, er búist við að fellibylurinn gangi yfir eyjarnar á næstu klukkutímum en nú þegar eru sterkar vindhviður á eyjunum.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir fundi utanríkismálanefndar vegna heimsóknarinnar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Sjá meira