Erlent

Framkvæmdastjóri SÞ gagnrýnir ofbeldisverk í Sýrlandi

BL skrifar
Ban Ki Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Mynd/ AFP.
Ban Ki Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Mynd/ AFP.
Ban Ki-Moon framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna og Barack Obama eru meðal þeirra sem fordæmt hafa ofbeldisverk í Sýrlandi en öryggissveitir á vegum Bashars al-Assads forseta urðu yfir 80 mótmælendum að bana í gær. Skotið var á mannfjölda í borgum landsins en fólkið var að mótmæla stjórnarháttum Assads og vildi hann burt af valdastóli.

Obama hefur lýst aðgerðunum sem svívirðilegu ofbeldi og Ban-Ki Moon sagt að ríkisstjórn landsins þurfi að virða mannréttindi. Þá hefur William Hague utanríkisráðherra Bretlands einnig gagnrýnt aðgerðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×