Erlent

Indversk stjórnvöld kaupa hræódýrar tölvur fyrir skólanema

Tölvurnar sem um ræðir.
Tölvurnar sem um ræðir.
Indversk yfirvöld hafa fest kaup á hundrað þúsund smágerðum tölvum með snertiskjám. Tölvurnar eru í ætt við iPad tölvur Apple fyrirtækisins. Það er þó einn munur. Sú Indverska kostar aðeins 35 dollara, eða fjögur þúsund krónur.

Yfirvöld í Indlandi stefna á að nemendur í skólum fái tölvurnar og geti notað sem nokkurskonar námsgagn. Rafhlaða tækisins mun endast í þrjár klukkustundir og á því má finna tvö tengi fyrir USB lykla.

Vonast er til að tíu milljónir nema í Indlandi fái tölvurnar í hendurnar innan fárra ára að því er greinir frá á heimasíður breska ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×