Lítil joðneysla áhyggjuefni á Íslandi 25. maí 2011 18:00 Mun fleiri konur greinast með skjaldkirtilssjúkdóma en karlar. Árlega greinast 150 Íslendingar með ofvirkan skjaldkirtil og er talið að um tólf þúsund þeirra taki skjaldkirtilshormónið thyroxín vegna vanvirkni í skjaldkirtli. Svo virðist sem nýgengi skjaldkirtilssjúkdóma sé að aukast. „Það má að einhverju leyti skýra með betri skráningu en einnig með hækkandi aldri þjóðarinnar, enda greinast skjaldkirtilssjúkdómar oftar hjá eldra fólki en áður," segir Ari Jóhannesson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum á Landspítalanum. Mun fleiri konur greinast og er hlutfallið einn karl á móti fjórum konum. Ástæða þess er að mestu ókunn að sögn Ara en tengist sennilega kvenhormónum og erfðavísum. Nýlega var alþjóðlega skjaldkirtilsdeginum komið á en honum er ætlað að efla vitneskju meðal almennings um skjaldkirtilssjúkdóma. Hann verður haldinn á morgun. „Skjaldkirtillinn er á hálsinum framanverðum og telst til svonefndra innkirtla. Hann framleiðir skjaldkirtilshormón sem stuðlar að orkunýtingu og varmamyndun í frumum líkamans og er nauðsynlegt fyrir þroska og starfsemi flestra líffæra," lýsir Ari. Joð, ásamt amínósýrunni týrósín, myndar skjaldkirtilshormón og joðskortur getur valdið stækkun á skjaldkirtli og jafnvel vanstarfi. Joð finnst í mörgum fæðutegundum en þó mest í mjólk og fiski. „Joðskortur hefur til þessa verið álitinn fátíður á Íslandi en það er þó áhyggjuefni að joðneysla hefur farið minnkandi undanfarin ár, sennilega vegna minni neyslu á þessum fæðutegundum en áður," segir Ari. Hann segir sérstaklega mikilvægt að huga að joðhag á meðgöngu því þroski fósturs er að miklu leyti undir joðneyslu móðurinnar kominn. „Þá er sérstök ástæða til að hvetja ungar stúlkur til að huga að joðneyslu en nýleg íslensk rannsókn bendir til þess að hún fari minnkandi á meðal þeirra þó að hún sé enn innan marka." Ari segir að joðþörf megi almennt mæta með tveimur mjólkurglösum á dag og tveimur fiskmáltíðum í viku. „Þá er joð í mörgum vítamíntöflum auk þess sem salt er í sumum tilfellum joðbætt."Ari segir minnkandi joðneyslu áhyggjuefni, sérstaklega á meðal ungra stúlkna. Fréttablaðið/GVAAri segir að æ oftar séu skjaldkirtilssjúkdómar raktir til sjálfsofnæmis en þá myndar líkaminn mótefni gegn eigin frumum. Mótefnin geta ýmist verið örvandi eða letjandi og jafnvel eyðandi. Skjaldkirtilssjúkdóma sem af því hljótast má greina með einföldum blóðrannsóknum þó í sumum tilfellum þurfi frekari rannsóknir. Einkenni ofvirks skjaldkirtils eru fjölbreytileg en algengust eru hitaóþol, hjartsláttaróþægindi, megrun, skjálfti, aukin svitamyndun, titringur, kvíði og bólgin og útstæð augu. Meðferð getur verið í formi skjaldkirtilsbælandi lyfja eða geislavirks joðs og í undantekningartilvikum skurðaðgerðar. Vanstarf í skjaldkirtli er enn algengara en ofvirkni. Helstu einkenni eru þreyta, slen, kulvísi, þyngdaraukning, tregða í hugsun og hæg melting. Meðferð er fólgin í töku skjaldkirtilshormónsins thyroxíns í uppbótarskyni og varir oftast ævilangt. Sem fyrr segir taka um tólf þúsund Íslendingar thyroxín daglega en þeim hópi tilheyra einnig þeir sem hafa verið með ofvirkan skjaldkirtil en þurft að ganga undir meðferðir sem leiða af sér vanvirkni. Hnútar í skjaldkirtli eru algengir. Fæstir eru illkynja en þó þarf að ganga úr skugga um það með nálarsýni. Árlega greinast um 15-20 meðskjaldkirtilskrabbamein á Íslandi. Meðferðin felst í skurðaðgerð og oft þarf einnig að gefa geislavirkt joð. Ari segir ekki hafa komið fram ákveðin tengsl við of- eða vanvirkni í skjaldkirtli og horfur séu yfirleitt góðar. vera@frettabladid.is Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Árlega greinast 150 Íslendingar með ofvirkan skjaldkirtil og er talið að um tólf þúsund þeirra taki skjaldkirtilshormónið thyroxín vegna vanvirkni í skjaldkirtli. Svo virðist sem nýgengi skjaldkirtilssjúkdóma sé að aukast. „Það má að einhverju leyti skýra með betri skráningu en einnig með hækkandi aldri þjóðarinnar, enda greinast skjaldkirtilssjúkdómar oftar hjá eldra fólki en áður," segir Ari Jóhannesson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum á Landspítalanum. Mun fleiri konur greinast og er hlutfallið einn karl á móti fjórum konum. Ástæða þess er að mestu ókunn að sögn Ara en tengist sennilega kvenhormónum og erfðavísum. Nýlega var alþjóðlega skjaldkirtilsdeginum komið á en honum er ætlað að efla vitneskju meðal almennings um skjaldkirtilssjúkdóma. Hann verður haldinn á morgun. „Skjaldkirtillinn er á hálsinum framanverðum og telst til svonefndra innkirtla. Hann framleiðir skjaldkirtilshormón sem stuðlar að orkunýtingu og varmamyndun í frumum líkamans og er nauðsynlegt fyrir þroska og starfsemi flestra líffæra," lýsir Ari. Joð, ásamt amínósýrunni týrósín, myndar skjaldkirtilshormón og joðskortur getur valdið stækkun á skjaldkirtli og jafnvel vanstarfi. Joð finnst í mörgum fæðutegundum en þó mest í mjólk og fiski. „Joðskortur hefur til þessa verið álitinn fátíður á Íslandi en það er þó áhyggjuefni að joðneysla hefur farið minnkandi undanfarin ár, sennilega vegna minni neyslu á þessum fæðutegundum en áður," segir Ari. Hann segir sérstaklega mikilvægt að huga að joðhag á meðgöngu því þroski fósturs er að miklu leyti undir joðneyslu móðurinnar kominn. „Þá er sérstök ástæða til að hvetja ungar stúlkur til að huga að joðneyslu en nýleg íslensk rannsókn bendir til þess að hún fari minnkandi á meðal þeirra þó að hún sé enn innan marka." Ari segir að joðþörf megi almennt mæta með tveimur mjólkurglösum á dag og tveimur fiskmáltíðum í viku. „Þá er joð í mörgum vítamíntöflum auk þess sem salt er í sumum tilfellum joðbætt."Ari segir minnkandi joðneyslu áhyggjuefni, sérstaklega á meðal ungra stúlkna. Fréttablaðið/GVAAri segir að æ oftar séu skjaldkirtilssjúkdómar raktir til sjálfsofnæmis en þá myndar líkaminn mótefni gegn eigin frumum. Mótefnin geta ýmist verið örvandi eða letjandi og jafnvel eyðandi. Skjaldkirtilssjúkdóma sem af því hljótast má greina með einföldum blóðrannsóknum þó í sumum tilfellum þurfi frekari rannsóknir. Einkenni ofvirks skjaldkirtils eru fjölbreytileg en algengust eru hitaóþol, hjartsláttaróþægindi, megrun, skjálfti, aukin svitamyndun, titringur, kvíði og bólgin og útstæð augu. Meðferð getur verið í formi skjaldkirtilsbælandi lyfja eða geislavirks joðs og í undantekningartilvikum skurðaðgerðar. Vanstarf í skjaldkirtli er enn algengara en ofvirkni. Helstu einkenni eru þreyta, slen, kulvísi, þyngdaraukning, tregða í hugsun og hæg melting. Meðferð er fólgin í töku skjaldkirtilshormónsins thyroxíns í uppbótarskyni og varir oftast ævilangt. Sem fyrr segir taka um tólf þúsund Íslendingar thyroxín daglega en þeim hópi tilheyra einnig þeir sem hafa verið með ofvirkan skjaldkirtil en þurft að ganga undir meðferðir sem leiða af sér vanvirkni. Hnútar í skjaldkirtli eru algengir. Fæstir eru illkynja en þó þarf að ganga úr skugga um það með nálarsýni. Árlega greinast um 15-20 meðskjaldkirtilskrabbamein á Íslandi. Meðferðin felst í skurðaðgerð og oft þarf einnig að gefa geislavirkt joð. Ari segir ekki hafa komið fram ákveðin tengsl við of- eða vanvirkni í skjaldkirtli og horfur séu yfirleitt góðar. vera@frettabladid.is
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?