Lífið

Hannaði mínimalískan heyrnatólamagnara

Snorri Þórðarson Reykdal. Mynd/Anton Brink
Snorri Þórðarson Reykdal. Mynd/Anton Brink
Heyrnartólamagnari, bókaskápur og bakki eru meðal verka Snorra Þórðarsonar Reykdal á vorsýningu Iðnskólans í Hafnarfirði, sem var opnuð á laugardaginn.

„Ég hannaði heyrnartólamagnara vegna þess að ég hef áhuga á hljómtækjum. Þetta var nógu lítið verkefni til að ég gæti ráðið við það sjálfur," segir Snorri sem naut þó liðsinnis Guðlaugs Kristins Óttarssonar við hönnunina.

„Magnarinn er úr eik og mjög mínimalískur. Ég ætlaði fyrst að gera eitthvað öðruvísi en svo varð hann einfaldari með hverri skissu. Mig langaði að eiga þetta sjálfur."

Þegar Snorri kláraði magnarann í vetur vantaði hann verkefni og hannaði því bókaskáp. „Þetta er einfaldlega eitthvað sem vantaði inn á heimilið. Við erum mikið bókafólk."

Snorri hannaði einnig bakka. Hann fékk það verkefni að hanna hlut sem innihéldi að minnsta kosti tvö grunnform. „Ég sá fyrir mér að ég gæti gert hlut úr kassa og hring svo ég gerði morgunverðarbakka. Bakkinn sjálfur er kassi og hringir fyrir diska," upplýsir Snorri og bætir við að bakkinn sé með lausum eggjabikar.

Vorsýningin stendur til 29. maí í Iðnskólanum í Hafnarfirði.

martaf@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.