Erlent

Obamacare fer fyrir hæstarétt

Mikið er í húfi fyrir Obama verði niðurstaða hæstaréttar neikvæð.
Mikið er í húfi fyrir Obama verði niðurstaða hæstaréttar neikvæð. mynd/AFP
Stjórn Baracks Obama hefur biðlað til Hæstaréttar þar í landi að styðja breytingar hans á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Hið nýja ásigkomulag, oft nefnt Obamacare, tryggir heilbrigðisþjónustu allra þegna Bandaríkjanna. Búist var við því að Obama myndi hafa samband við Hæstarétt með þessum hætti. Ef rétturinn ákveður að fella breytingar Obama úr gildi verður endurkjör forsetans enn erfiðara. Eftir að Obama biðlaði til Hæstaréttar bárust einnig óskir 26 fylkisríkja og nokkurra öflugra þrýstihópa um að fella breytingarnar úr gildi. Rökstuðningur þeirra byggðist á því að þegnum Bandaríkjanna ætti ekki að vera skylt að fjárfesta í heilbrigðistryggingu og að eiga hættu á sæta refsingu neiti þeir að greiða. Hæstiréttur kemur saman í næstu viku og mun niðurstaðan að öllum líkindum liggja fyrir um miðja kosningabaráttuna.Hæstiréttur Bandaríkjanna er samansettur af níu dómurum. Meirihluti dómaranna er íhaldssamir á meðan fjórir eru frjálslyndir. Það má því segja að Obama tefli á tæpasta vaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×