Stoke flaug í úrslitaleikinn Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2011 14:45 Grétar Rafn Steinsson er hér í baráttunni gegn Matthew Etherington á Wembley í dag. Nordic Photos/Getty Images Stoke fór auðveldlega í úrslit enska bikarsins en þeir gerðu sér lítið fyrir og rótburstuðu Bolton 5-0 í undanúrslitunum á Wembley í dag. Leikmenn Bolton mættu hreinlega ekki til leiks og voru hreint út sagt skelfilegir í dag. Varnarleikur liðsins var ekki til eftirbreytni og Stoke fór því verðskuldað í úrslitaleikinn, en þar mæta þeir Manchester City. Matthew Etherington, Robert Huth og Kenwyne Jones skoruðu sitt markið hver en Jonathan Walters gerði síðustu tvö mörk leiksins. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton sem hafði ekki leikið til úrslita í ensku bikarkeppninni frá árinu 1958 þegar liðið lagði Man Utd 2-0 og það átti ekki eftir að breytast í dag. Stoke hafði þrívegis áður leikið í undanúrslitum en liðið hefur aldrei komist í úrslit fyrr en í dag.93.mín: Stoke er komið í úrslitaleik enska bikarsins og mæta þar Manchester City. Alveg frá fyrstu mínútu var augljóst í hvert stefndi. Bolton menn áttu sennilega sinn allra versta leik á tímabilinu.81.mín: MARK – 5-0 - Þetta ætlar engan enda að taka. Jonathan Walters skorar hér fimmta mark Stoke, en það er hreinlega verið að niðurlægja Bolton í dag. Kenwyne Jones óð upp hægri kantinn, átti fína fyrirgjöf sem rataði á Walters sem skaut boltanum laglega í mark Bolton. Varnarmenn Bolton hafa hreinalega verið eins og keilur í leiknum og ekki gert nokkuð skapaðan hlut.67.mín: MARK – 4-0 – Martröð Bolton heldur áfram en Stoke var rétt í þessu að skora sitt fjórða mark í leiknum. Jonathan Walters, leikmaður Stoke, dansaði framhjá varnarmönnum Bolton og skoraði með föstu skoti fyrir utan vítateig. Jussi Jaaskelainen hefði getað gert betur í markinu, en það er ekkert með Bolton í dag.45.mín: Leikmenn Bolton eru sennilega fegnir því að vera komnir inn í búningsklefa, en leikur þeirra hefur verið hreint út sagt skelfilegur. 3-0 í hálfleik og ekkert bendir til þess að Bolton eigi einhver svör.28.mín: MARK 3-0 – Það er verið að slátra Bolton á Wembley í dag. Eftir aðeins hálftíma leik er staðan orðin 3-0 fyrir þá rauðu. Jermaine Pennant óð upp hægri kantinn alveg óáreittur, sendi boltann inn fyrir vörn Bolton á Kenwyne Jones sem stýrði boltanum framhjá Jaaskelainen í markinu. Vörn Bolton er hreinlega í molum.17.mín: MARK 2-0 – Frábær byrjun hjá Stoke en þeir eru komnir í 2-0 eftir aðeins 17 mínútna leik. Enn og aftur er vandræðagangur í vörn Bolton. Boltinn barst til Robert Huth eftir skelfilega tilraun varnamanns Bolton til að hreinsa boltann frá hættusvæði og Huth þrumaði boltanum í netið af svipuðum stað og Matthew Etherington gerði í fyrra markinu. Róðurinn verður erfiður fyrir Bolton eftir svona byrjun.11. mín : MARK 1-0 - Stoke byrjar leikinn heldur betur vel en Matthew Etherington skoraði virkilega glæsilegt mark með skoti rétt fyrir utan vítateig. Mikill darraðardans var í vörn Bolton sem endaði með því að liðið missti boltann frá sér á stórhættulegum stað sem Etherington náði að nýta sér og skaut boltanum óverjandi framhjá Jussi Jaaskelainen í marki Bolton. Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sú besta í heimi er ólétt Sport Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Stoke fór auðveldlega í úrslit enska bikarsins en þeir gerðu sér lítið fyrir og rótburstuðu Bolton 5-0 í undanúrslitunum á Wembley í dag. Leikmenn Bolton mættu hreinlega ekki til leiks og voru hreint út sagt skelfilegir í dag. Varnarleikur liðsins var ekki til eftirbreytni og Stoke fór því verðskuldað í úrslitaleikinn, en þar mæta þeir Manchester City. Matthew Etherington, Robert Huth og Kenwyne Jones skoruðu sitt markið hver en Jonathan Walters gerði síðustu tvö mörk leiksins. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton sem hafði ekki leikið til úrslita í ensku bikarkeppninni frá árinu 1958 þegar liðið lagði Man Utd 2-0 og það átti ekki eftir að breytast í dag. Stoke hafði þrívegis áður leikið í undanúrslitum en liðið hefur aldrei komist í úrslit fyrr en í dag.93.mín: Stoke er komið í úrslitaleik enska bikarsins og mæta þar Manchester City. Alveg frá fyrstu mínútu var augljóst í hvert stefndi. Bolton menn áttu sennilega sinn allra versta leik á tímabilinu.81.mín: MARK – 5-0 - Þetta ætlar engan enda að taka. Jonathan Walters skorar hér fimmta mark Stoke, en það er hreinlega verið að niðurlægja Bolton í dag. Kenwyne Jones óð upp hægri kantinn, átti fína fyrirgjöf sem rataði á Walters sem skaut boltanum laglega í mark Bolton. Varnarmenn Bolton hafa hreinalega verið eins og keilur í leiknum og ekki gert nokkuð skapaðan hlut.67.mín: MARK – 4-0 – Martröð Bolton heldur áfram en Stoke var rétt í þessu að skora sitt fjórða mark í leiknum. Jonathan Walters, leikmaður Stoke, dansaði framhjá varnarmönnum Bolton og skoraði með föstu skoti fyrir utan vítateig. Jussi Jaaskelainen hefði getað gert betur í markinu, en það er ekkert með Bolton í dag.45.mín: Leikmenn Bolton eru sennilega fegnir því að vera komnir inn í búningsklefa, en leikur þeirra hefur verið hreint út sagt skelfilegur. 3-0 í hálfleik og ekkert bendir til þess að Bolton eigi einhver svör.28.mín: MARK 3-0 – Það er verið að slátra Bolton á Wembley í dag. Eftir aðeins hálftíma leik er staðan orðin 3-0 fyrir þá rauðu. Jermaine Pennant óð upp hægri kantinn alveg óáreittur, sendi boltann inn fyrir vörn Bolton á Kenwyne Jones sem stýrði boltanum framhjá Jaaskelainen í markinu. Vörn Bolton er hreinlega í molum.17.mín: MARK 2-0 – Frábær byrjun hjá Stoke en þeir eru komnir í 2-0 eftir aðeins 17 mínútna leik. Enn og aftur er vandræðagangur í vörn Bolton. Boltinn barst til Robert Huth eftir skelfilega tilraun varnamanns Bolton til að hreinsa boltann frá hættusvæði og Huth þrumaði boltanum í netið af svipuðum stað og Matthew Etherington gerði í fyrra markinu. Róðurinn verður erfiður fyrir Bolton eftir svona byrjun.11. mín : MARK 1-0 - Stoke byrjar leikinn heldur betur vel en Matthew Etherington skoraði virkilega glæsilegt mark með skoti rétt fyrir utan vítateig. Mikill darraðardans var í vörn Bolton sem endaði með því að liðið missti boltann frá sér á stórhættulegum stað sem Etherington náði að nýta sér og skaut boltanum óverjandi framhjá Jussi Jaaskelainen í marki Bolton.
Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sú besta í heimi er ólétt Sport Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira