Stoke flaug í úrslitaleikinn Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2011 14:45 Grétar Rafn Steinsson er hér í baráttunni gegn Matthew Etherington á Wembley í dag. Nordic Photos/Getty Images Stoke fór auðveldlega í úrslit enska bikarsins en þeir gerðu sér lítið fyrir og rótburstuðu Bolton 5-0 í undanúrslitunum á Wembley í dag. Leikmenn Bolton mættu hreinlega ekki til leiks og voru hreint út sagt skelfilegir í dag. Varnarleikur liðsins var ekki til eftirbreytni og Stoke fór því verðskuldað í úrslitaleikinn, en þar mæta þeir Manchester City. Matthew Etherington, Robert Huth og Kenwyne Jones skoruðu sitt markið hver en Jonathan Walters gerði síðustu tvö mörk leiksins. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton sem hafði ekki leikið til úrslita í ensku bikarkeppninni frá árinu 1958 þegar liðið lagði Man Utd 2-0 og það átti ekki eftir að breytast í dag. Stoke hafði þrívegis áður leikið í undanúrslitum en liðið hefur aldrei komist í úrslit fyrr en í dag.93.mín: Stoke er komið í úrslitaleik enska bikarsins og mæta þar Manchester City. Alveg frá fyrstu mínútu var augljóst í hvert stefndi. Bolton menn áttu sennilega sinn allra versta leik á tímabilinu.81.mín: MARK – 5-0 - Þetta ætlar engan enda að taka. Jonathan Walters skorar hér fimmta mark Stoke, en það er hreinlega verið að niðurlægja Bolton í dag. Kenwyne Jones óð upp hægri kantinn, átti fína fyrirgjöf sem rataði á Walters sem skaut boltanum laglega í mark Bolton. Varnarmenn Bolton hafa hreinalega verið eins og keilur í leiknum og ekki gert nokkuð skapaðan hlut.67.mín: MARK – 4-0 – Martröð Bolton heldur áfram en Stoke var rétt í þessu að skora sitt fjórða mark í leiknum. Jonathan Walters, leikmaður Stoke, dansaði framhjá varnarmönnum Bolton og skoraði með föstu skoti fyrir utan vítateig. Jussi Jaaskelainen hefði getað gert betur í markinu, en það er ekkert með Bolton í dag.45.mín: Leikmenn Bolton eru sennilega fegnir því að vera komnir inn í búningsklefa, en leikur þeirra hefur verið hreint út sagt skelfilegur. 3-0 í hálfleik og ekkert bendir til þess að Bolton eigi einhver svör.28.mín: MARK 3-0 – Það er verið að slátra Bolton á Wembley í dag. Eftir aðeins hálftíma leik er staðan orðin 3-0 fyrir þá rauðu. Jermaine Pennant óð upp hægri kantinn alveg óáreittur, sendi boltann inn fyrir vörn Bolton á Kenwyne Jones sem stýrði boltanum framhjá Jaaskelainen í markinu. Vörn Bolton er hreinlega í molum.17.mín: MARK 2-0 – Frábær byrjun hjá Stoke en þeir eru komnir í 2-0 eftir aðeins 17 mínútna leik. Enn og aftur er vandræðagangur í vörn Bolton. Boltinn barst til Robert Huth eftir skelfilega tilraun varnamanns Bolton til að hreinsa boltann frá hættusvæði og Huth þrumaði boltanum í netið af svipuðum stað og Matthew Etherington gerði í fyrra markinu. Róðurinn verður erfiður fyrir Bolton eftir svona byrjun.11. mín : MARK 1-0 - Stoke byrjar leikinn heldur betur vel en Matthew Etherington skoraði virkilega glæsilegt mark með skoti rétt fyrir utan vítateig. Mikill darraðardans var í vörn Bolton sem endaði með því að liðið missti boltann frá sér á stórhættulegum stað sem Etherington náði að nýta sér og skaut boltanum óverjandi framhjá Jussi Jaaskelainen í marki Bolton. Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Stoke fór auðveldlega í úrslit enska bikarsins en þeir gerðu sér lítið fyrir og rótburstuðu Bolton 5-0 í undanúrslitunum á Wembley í dag. Leikmenn Bolton mættu hreinlega ekki til leiks og voru hreint út sagt skelfilegir í dag. Varnarleikur liðsins var ekki til eftirbreytni og Stoke fór því verðskuldað í úrslitaleikinn, en þar mæta þeir Manchester City. Matthew Etherington, Robert Huth og Kenwyne Jones skoruðu sitt markið hver en Jonathan Walters gerði síðustu tvö mörk leiksins. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton sem hafði ekki leikið til úrslita í ensku bikarkeppninni frá árinu 1958 þegar liðið lagði Man Utd 2-0 og það átti ekki eftir að breytast í dag. Stoke hafði þrívegis áður leikið í undanúrslitum en liðið hefur aldrei komist í úrslit fyrr en í dag.93.mín: Stoke er komið í úrslitaleik enska bikarsins og mæta þar Manchester City. Alveg frá fyrstu mínútu var augljóst í hvert stefndi. Bolton menn áttu sennilega sinn allra versta leik á tímabilinu.81.mín: MARK – 5-0 - Þetta ætlar engan enda að taka. Jonathan Walters skorar hér fimmta mark Stoke, en það er hreinlega verið að niðurlægja Bolton í dag. Kenwyne Jones óð upp hægri kantinn, átti fína fyrirgjöf sem rataði á Walters sem skaut boltanum laglega í mark Bolton. Varnarmenn Bolton hafa hreinalega verið eins og keilur í leiknum og ekki gert nokkuð skapaðan hlut.67.mín: MARK – 4-0 – Martröð Bolton heldur áfram en Stoke var rétt í þessu að skora sitt fjórða mark í leiknum. Jonathan Walters, leikmaður Stoke, dansaði framhjá varnarmönnum Bolton og skoraði með föstu skoti fyrir utan vítateig. Jussi Jaaskelainen hefði getað gert betur í markinu, en það er ekkert með Bolton í dag.45.mín: Leikmenn Bolton eru sennilega fegnir því að vera komnir inn í búningsklefa, en leikur þeirra hefur verið hreint út sagt skelfilegur. 3-0 í hálfleik og ekkert bendir til þess að Bolton eigi einhver svör.28.mín: MARK 3-0 – Það er verið að slátra Bolton á Wembley í dag. Eftir aðeins hálftíma leik er staðan orðin 3-0 fyrir þá rauðu. Jermaine Pennant óð upp hægri kantinn alveg óáreittur, sendi boltann inn fyrir vörn Bolton á Kenwyne Jones sem stýrði boltanum framhjá Jaaskelainen í markinu. Vörn Bolton er hreinlega í molum.17.mín: MARK 2-0 – Frábær byrjun hjá Stoke en þeir eru komnir í 2-0 eftir aðeins 17 mínútna leik. Enn og aftur er vandræðagangur í vörn Bolton. Boltinn barst til Robert Huth eftir skelfilega tilraun varnamanns Bolton til að hreinsa boltann frá hættusvæði og Huth þrumaði boltanum í netið af svipuðum stað og Matthew Etherington gerði í fyrra markinu. Róðurinn verður erfiður fyrir Bolton eftir svona byrjun.11. mín : MARK 1-0 - Stoke byrjar leikinn heldur betur vel en Matthew Etherington skoraði virkilega glæsilegt mark með skoti rétt fyrir utan vítateig. Mikill darraðardans var í vörn Bolton sem endaði með því að liðið missti boltann frá sér á stórhættulegum stað sem Etherington náði að nýta sér og skaut boltanum óverjandi framhjá Jussi Jaaskelainen í marki Bolton.
Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira