Fótbolti

Meiðsli Carragher reyndust ekki alvarleg

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Jamie Carragher fyrirliði Liverpool missti meðvitund í leiknum í dag en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg.
Jamie Carragher fyrirliði Liverpool missti meðvitund í leiknum í dag en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Nordic Photos/Getty Images
Jamie Carragher fyrirliði Liverpool bar sig vel eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Arsenal í dag þar sem að Carragher var borinn af velli vegna höfuðhöggs. Gera þurfti átta mínútna hlé á leiknum á meðan hugað var að meiðslum varnarmannsins en hann missti meðvitund eftir að hafa lent í samstuði við liðsfélaga sinn John Flanagan.

Carragher var settur í hálskraga og gefið súrefni á meðan hann var borinn af leikvelli í sjúkrabörum en ástandið á leikmanninum var ekki eins alvarlegt og það leit út á Emirates vellinum.

„Ég man ekki neitt en um leið og ég komst til meðvitundar þá var ég í góðu lagi," sagði hinn 33 ára gamli varnarmaður.

„Svona hlutir geta gerst í fótbolta – en við ætluðum okkur að ná þremur stigum. Ég sá vítaspyrnurnar úr búningsklefanum og ég lá á bæn þegar við fengum okkar víti. Það er frábært að ná fjórum stigum af alls sex úr síðustu tveimur leikjum," sagði Carragher sem var mættur í leikslok út á völl til þess að fagna með félögum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×