Enski boltinn

Beckham gæti enn spilað með Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er ekki enn útilokað að David Beckham spili með Tottenham eftir allt saman. Hann hefur þegar samþykkt að æfa með félaginu til 10. febrúar.

Harry Redknapp, stjóri Spurs, var nánast búinn að útiloka þann möguleika að Beckham myndi spila með liðinu en er nú bjartsýnni.

"Vonandi verður af því. Viðræður eru enn í gangi. Ég veit ekki nákvæmlega á hverju málið strandar. Það eru ekki tryggingar eins og ég hélt fyrst. Það var rangt," sagði Redknapp.

"Ég held að það munu allir njóta þess að hafa hann hjá okkur. Við vildum gjarna hafa hann lengur en við verðum að virða óskir LA Galaxy."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×