Enski boltinn

Pardew: Ben Arfa á enn nokkuð í land

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Pardew, stjóri Newcastle.
Alan Pardew, stjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Alan Pardew, stjóri Newcastle, segir að enn sé nokkur bið á því að Hatem Ben Arfa geti byrjað að spila með liðinu á nýjan leik.

Ben Arfa meiddist illa í leik með liðinu í leik gegn Manchester City í október síðastliðnum. Í fyrstu var talið að hann myndi ekki spila meira með liðinu á leiktíðinni.

Skömmu eftir áramót bárust fregnir af því að endurhæfing hans gengi vel og að hann myndi geta spilað með Newcastle á ný fyrr en áætlað var.

Pardew hefur nú dregið úr þeim væntingum. „Hann á enn nokkuð í land,“ sagði Pardew við enska fjölmiðla. „Ég held að hann muni spila á ný í fyrsta lagi í lok apríl eða byrjun maí.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×