Lífið

Magabolir aftur í tísku

Ef marka má helstu hönnuði og tískuspekinga eru stuttir bolir og fatnaður sem sýnir beran maga ein af tískubólum sumarsins.

 

Tíska tíunda áratugarins hefur verið að koma aftur í litlum skömmtum undanfarið og magabolirnir eru hluti af þeirri þróun. Hönnuðirnir vinsælu Alexander Wang og Vivienne Westwood eru meðal þeirra hönnuða sem eru með stutta boli og skyrtur í fatalínum sínum.

Leikkonan Leighton Meester er hér með bert á milli á tískuvikunni í New York og ber það vel.nordicphotos/getty
Stjörnurnar í Hollywood eru oftar en ekki fljótar að taka við nýjum tískustefnum og hafa þær Rihanna, Jennifer Lopez, Leighton Meester og töffarinn Robyn allar sést skarta stuttum bolum undanfarið. Það er því ljóst að magabolirnir eru komnir aftur á tískuradarinn í bili.

Söngkonan Rihanna er óhrædd að prófa nýjar tískubólur og ekki lengi að koma sér í magabol.

Mynd/AFP
Þessi peysa frá Vivienne Westwood hylur ekki mikið.

Jennifer Lopez skapaði fjölmiðlafár þegar hún mætti á rauða dregilinn og sýndi beran magann enda þykir hún í ansi góðu formi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.