Fótbolti

Sjö þúsund miðar seldir - miðasala opnar í hádeginu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið eins og það var skipað fyrir æfingaleik gegn Andorra í haust.
Íslenska karlalandsliðið eins og það var skipað fyrir æfingaleik gegn Andorra í haust. Mynd/Pjetur
Um sjö þúsund miðar hafa selst á leikinn gegn Danmörku í kvöld en miðasala hefst á Laugardalsvelli í hádeginu í dag.

Þá verður áfram hægt að kaupa miða á midi.is en byrjað verður að hleypa inn á völlinn klukkan 17.30.

Laugaradalsvöllur tekur tæplega tíu þúsund manns í sæti og er því óvíst hvort að það verði uppselt á leiknum í kvöld.

Leikurinn er liður í undankeppni EM 2012 en Ísland er í neðsta sæti riðilsins með eitt stig eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×