Innlent

Snýst ekkert um Sigurð Magnússon

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður A. Magnússon fær heiðurslaun listamanna.
Sigurður A. Magnússon fær heiðurslaun listamanna.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir að sú ákvörðun framsóknarmanna í allsherjar- og menntamálanefnd að sitja hjá þegar ákveðið var að veita Sigurði Magnússyni heiðurslaun listamanna snúist hvorki um hann né aðra einstaklinga. Málið snúist eingöngu um forgangsröðun fjármuna.

„Árin 2010 og 2011 var ákveðið að fjölga ekki í hópi þeirra er þiggja heiðurslaun m.a. vegna niðurskurðar á fjárlögum. Í fjárlögum fyrir árið 2012 er mjög sótt að velferðaþjónustu og annarri grunnþjónustu og því töldum við ekki rétt að auka útgjöld á þessum lið fjárlaga. Þá hefur heildar endurskoðun á framkvæmd við veitingu heiðurslauna staðið til lengi, sem þingflokkurinn styður,“ segir í yfirlýsingu frá Gunnari Braga.

Gunnar Bragi segir að meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hafi ákveðið að leggja til að Sigurði A. Magnússyni yrði skipað í laust sæti á listanum. Fulltrúi framsóknarmanna hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um málið með tilvísan til niðurskurðar á fjárlögum. Engin efnisleg umræða um tillöguna eða aðrar tillögur hafi farið fram í nefndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×