Útgerðamenn ætla að berjast gegn kvótafrumvarpi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. maí 2011 18:30 Útgerðarmenn ætla að berjast gegn hinum umdeildu kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar og finna þeim flest til foráttu. Verið sé að færa vinnu frá atvinnumönnum í hobbístarfsemi, draga úr hagræðingu, sérhæfingu, uppbyggingu og skerða afkomu og tekjur þjóðarinnar af auðlindinni. Efnisatriði kvótafrumvarpanna eru tekin að skýrast. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með 70% hækkun á veiðigjaldi í minna frumvarpinu, sem skiptist þannig að 80% renni í ríkissjóð en 20% til sveitarfélaga við sjávarsíðuna. Strandveiðikvótinn stækkar og hámark á byggðakvóta fer úr 5000 tonnum í 17 þúsund tonn. Reiknað er með að litla frumvarpið geti tekið gildi strax í haust. Bitbeinin eru í stóra frumvarpinu. Þar er lagt til að veiðigjaldið hækki um 100% - helmingur þess rynni í ríkissjóð, 30% til sjávarbyggða og 20% til að efla nýsköpun og rannsóknir í sjávarútvegi. Eftir 15 ár verður útgerðum bannað að kaupa og selja kvóta - þangað til hafi ríki og sveitarfélög forgangsrétt til að kaupa. Útgerðirnar eiga síðan að gera 15 ára samning við ríkið um leyfi til að nýta kvótann - og þar með er klippt á hugsanlegan eignarrétt útgerðanna á kvótanum. Fyrningin í þessu frumvarpi fer eftir fiskistofnum. Fimmtán prósent af öllum kvóta - nema þorski, ufsa, steinbít og ýsu - verður á næstu 15 árum tekinn til ríkisins og hann síðan leigður út. Þorskkvótinn var verulega skertur árið 2007 með svartri skýrslu Hafró - og heildarafli sem má veiða úr sjó hefur verið í sögulegu lágmarki. Í frumvarpinu er því lagt til að þegar heildarkvótinn stækkar - þegar veiða má fleiri tonn úr sjó - þá fari 55% af aukningunni til kvótahafa en 45% fari til ríkisins sem útdeili þeim síðan. Framkvæmdastjóri LÍÚ telur allar þessar hugmyndir afturför. Hann fullyrðir að tvöföldun á veiðigjaldi myndi ásamt tekjuskatti hirða helminginn af hreinum hagnaði útgerðanna. Kvótasala hafi verið drifkrafturinn í hagræðingu útgerðanna - nú eigi að banna hana. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar líkir 15 ára nýtingarsamningnum við að bæjarstjórinn í Eyjum tilkynnti bæjarbúum einn daginn að nú ætti að stytta notkunartíma lóða niður í 15 ár: Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Útgerðarmenn ætla að berjast gegn hinum umdeildu kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar og finna þeim flest til foráttu. Verið sé að færa vinnu frá atvinnumönnum í hobbístarfsemi, draga úr hagræðingu, sérhæfingu, uppbyggingu og skerða afkomu og tekjur þjóðarinnar af auðlindinni. Efnisatriði kvótafrumvarpanna eru tekin að skýrast. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með 70% hækkun á veiðigjaldi í minna frumvarpinu, sem skiptist þannig að 80% renni í ríkissjóð en 20% til sveitarfélaga við sjávarsíðuna. Strandveiðikvótinn stækkar og hámark á byggðakvóta fer úr 5000 tonnum í 17 þúsund tonn. Reiknað er með að litla frumvarpið geti tekið gildi strax í haust. Bitbeinin eru í stóra frumvarpinu. Þar er lagt til að veiðigjaldið hækki um 100% - helmingur þess rynni í ríkissjóð, 30% til sjávarbyggða og 20% til að efla nýsköpun og rannsóknir í sjávarútvegi. Eftir 15 ár verður útgerðum bannað að kaupa og selja kvóta - þangað til hafi ríki og sveitarfélög forgangsrétt til að kaupa. Útgerðirnar eiga síðan að gera 15 ára samning við ríkið um leyfi til að nýta kvótann - og þar með er klippt á hugsanlegan eignarrétt útgerðanna á kvótanum. Fyrningin í þessu frumvarpi fer eftir fiskistofnum. Fimmtán prósent af öllum kvóta - nema þorski, ufsa, steinbít og ýsu - verður á næstu 15 árum tekinn til ríkisins og hann síðan leigður út. Þorskkvótinn var verulega skertur árið 2007 með svartri skýrslu Hafró - og heildarafli sem má veiða úr sjó hefur verið í sögulegu lágmarki. Í frumvarpinu er því lagt til að þegar heildarkvótinn stækkar - þegar veiða má fleiri tonn úr sjó - þá fari 55% af aukningunni til kvótahafa en 45% fari til ríkisins sem útdeili þeim síðan. Framkvæmdastjóri LÍÚ telur allar þessar hugmyndir afturför. Hann fullyrðir að tvöföldun á veiðigjaldi myndi ásamt tekjuskatti hirða helminginn af hreinum hagnaði útgerðanna. Kvótasala hafi verið drifkrafturinn í hagræðingu útgerðanna - nú eigi að banna hana. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar líkir 15 ára nýtingarsamningnum við að bæjarstjórinn í Eyjum tilkynnti bæjarbúum einn daginn að nú ætti að stytta notkunartíma lóða niður í 15 ár:
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira