Útgerðamenn ætla að berjast gegn kvótafrumvarpi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. maí 2011 18:30 Útgerðarmenn ætla að berjast gegn hinum umdeildu kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar og finna þeim flest til foráttu. Verið sé að færa vinnu frá atvinnumönnum í hobbístarfsemi, draga úr hagræðingu, sérhæfingu, uppbyggingu og skerða afkomu og tekjur þjóðarinnar af auðlindinni. Efnisatriði kvótafrumvarpanna eru tekin að skýrast. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með 70% hækkun á veiðigjaldi í minna frumvarpinu, sem skiptist þannig að 80% renni í ríkissjóð en 20% til sveitarfélaga við sjávarsíðuna. Strandveiðikvótinn stækkar og hámark á byggðakvóta fer úr 5000 tonnum í 17 þúsund tonn. Reiknað er með að litla frumvarpið geti tekið gildi strax í haust. Bitbeinin eru í stóra frumvarpinu. Þar er lagt til að veiðigjaldið hækki um 100% - helmingur þess rynni í ríkissjóð, 30% til sjávarbyggða og 20% til að efla nýsköpun og rannsóknir í sjávarútvegi. Eftir 15 ár verður útgerðum bannað að kaupa og selja kvóta - þangað til hafi ríki og sveitarfélög forgangsrétt til að kaupa. Útgerðirnar eiga síðan að gera 15 ára samning við ríkið um leyfi til að nýta kvótann - og þar með er klippt á hugsanlegan eignarrétt útgerðanna á kvótanum. Fyrningin í þessu frumvarpi fer eftir fiskistofnum. Fimmtán prósent af öllum kvóta - nema þorski, ufsa, steinbít og ýsu - verður á næstu 15 árum tekinn til ríkisins og hann síðan leigður út. Þorskkvótinn var verulega skertur árið 2007 með svartri skýrslu Hafró - og heildarafli sem má veiða úr sjó hefur verið í sögulegu lágmarki. Í frumvarpinu er því lagt til að þegar heildarkvótinn stækkar - þegar veiða má fleiri tonn úr sjó - þá fari 55% af aukningunni til kvótahafa en 45% fari til ríkisins sem útdeili þeim síðan. Framkvæmdastjóri LÍÚ telur allar þessar hugmyndir afturför. Hann fullyrðir að tvöföldun á veiðigjaldi myndi ásamt tekjuskatti hirða helminginn af hreinum hagnaði útgerðanna. Kvótasala hafi verið drifkrafturinn í hagræðingu útgerðanna - nú eigi að banna hana. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar líkir 15 ára nýtingarsamningnum við að bæjarstjórinn í Eyjum tilkynnti bæjarbúum einn daginn að nú ætti að stytta notkunartíma lóða niður í 15 ár: Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Útgerðarmenn ætla að berjast gegn hinum umdeildu kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar og finna þeim flest til foráttu. Verið sé að færa vinnu frá atvinnumönnum í hobbístarfsemi, draga úr hagræðingu, sérhæfingu, uppbyggingu og skerða afkomu og tekjur þjóðarinnar af auðlindinni. Efnisatriði kvótafrumvarpanna eru tekin að skýrast. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með 70% hækkun á veiðigjaldi í minna frumvarpinu, sem skiptist þannig að 80% renni í ríkissjóð en 20% til sveitarfélaga við sjávarsíðuna. Strandveiðikvótinn stækkar og hámark á byggðakvóta fer úr 5000 tonnum í 17 þúsund tonn. Reiknað er með að litla frumvarpið geti tekið gildi strax í haust. Bitbeinin eru í stóra frumvarpinu. Þar er lagt til að veiðigjaldið hækki um 100% - helmingur þess rynni í ríkissjóð, 30% til sjávarbyggða og 20% til að efla nýsköpun og rannsóknir í sjávarútvegi. Eftir 15 ár verður útgerðum bannað að kaupa og selja kvóta - þangað til hafi ríki og sveitarfélög forgangsrétt til að kaupa. Útgerðirnar eiga síðan að gera 15 ára samning við ríkið um leyfi til að nýta kvótann - og þar með er klippt á hugsanlegan eignarrétt útgerðanna á kvótanum. Fyrningin í þessu frumvarpi fer eftir fiskistofnum. Fimmtán prósent af öllum kvóta - nema þorski, ufsa, steinbít og ýsu - verður á næstu 15 árum tekinn til ríkisins og hann síðan leigður út. Þorskkvótinn var verulega skertur árið 2007 með svartri skýrslu Hafró - og heildarafli sem má veiða úr sjó hefur verið í sögulegu lágmarki. Í frumvarpinu er því lagt til að þegar heildarkvótinn stækkar - þegar veiða má fleiri tonn úr sjó - þá fari 55% af aukningunni til kvótahafa en 45% fari til ríkisins sem útdeili þeim síðan. Framkvæmdastjóri LÍÚ telur allar þessar hugmyndir afturför. Hann fullyrðir að tvöföldun á veiðigjaldi myndi ásamt tekjuskatti hirða helminginn af hreinum hagnaði útgerðanna. Kvótasala hafi verið drifkrafturinn í hagræðingu útgerðanna - nú eigi að banna hana. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar líkir 15 ára nýtingarsamningnum við að bæjarstjórinn í Eyjum tilkynnti bæjarbúum einn daginn að nú ætti að stytta notkunartíma lóða niður í 15 ár:
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira