Enski boltinn

Bale er enn meiddur og gæti misst af leiknum gegn AC Milan

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Gareth Bale hefur farið á kostum með liði Tottenham í vetur í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu.
Gareth Bale hefur farið á kostum með liði Tottenham í vetur í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. Nordic Photos/Getty Images

Gareth Bale hefur farið á kostum með liði Tottenham í vetur í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. Litlar líkur eru á því að landsliðsmaðurinn frá Wales verði klár í slaginn gegn AC Milan frá Ítalíu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem hefst í næstu viku.

Bale hefur ekkert leikið með Tottenham frá 22. janúar vegna meiðsla í baki og meiðslin tóku sig upp á æfingu liðsins í vikunni.

Bale skoraði þrennu á San Síró leikvanginum þegar Tottenham gerði 3-3 jafntefli gegn Inter í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Bale meiddist í 2-1 tapleik Tottenham gegn Everton í janúar en meiðslin tóku sig upp gegn Newcastle. Meiðslalistinn hjá Harry Redknapp knattspyrnustjóra Tottenham er langur. Rafael van der Vaart er meiddur á kálfa og hann lék ekki með hollenska landsliðinu gegn Austurríki. Luka Modric er enn að jafna sig eftir botnlangaaðgerð og Peter Crouch hefur glímt við meiðsli í baki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×