Enski boltinn

Meint hjákona Tevez stígur fram

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez.

Carlos Tevez stendur sig vel innan vallar sem utan því hann er duglegur að slá sér upp með hinum og þessum gyðjum frá Argentínu.

Tevez skildi fyrir rúmu ári við barnsmóður sína sem býr með börnunum þeirra í Argentína. Mikið hefur verið talað um að heimþráin sé að fara illa með Tevez sem er í það minnsta sjaldan einn.

Nú hefur hinn þokkafulla Claudia Ciardone, sem er 28 ára raunveruleikastjarna í Argentínu, stigið fram í sviðsljósið og greint frá því að hún hafi verið í sambandi með Tevez síðasta sumar.

Hún lét hann aftur á móti róa er hún komst að því að Tevez væri á föstu með hinni 19 ára leikkonu Brendu Asnicar sem leikur í Ugly Betty-þáttunum í Argentínu. Hún segist ekki hafa haft hugmynd um að Tevez væri að standa í framhjáhaldi.

Tevez segir að um einhvern misskilning sé að ræða. Þess utan vill hann aðeins ræða um Brendu sem sé fjölskylda hans.

Fjölmiðlar í Argentínu eru samt duglegir að smjatta á málinu og munu vafalítið gera áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×