Erlent

Læra að lesa með hjálp sms-skilaboða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það getur verið gott að senda sms. Mynd/ afp.
Það getur verið gott að senda sms. Mynd/ afp.
Börn sem geta auðveldlega skrifað sms texta á símana sína eru betur læs heldur en börn sem nota ekki GSM síma. Vísindamenn uppgötvuðu í dag að með því að nota sms-skilaboð bæta börn getu sína til að átta sig á textamynstri og rími. Á fréttavef Daily Mail segir að þessi uppgötvun gangi þvert gegn því sem kennarar og foreldrar töldu áður, að börn næðu verri tökum á stíl ef þau notuðust mikið við sms texta.

Rannsóknin tók til barna á aldrinum 8 - 12 ára. Niðurstöður hennar benda til þess að styttingar sem notaðar eru í sms skilaboðum, eins og nkl (í stað nákvæmlega) eru til þess fallnar að hjálpa börnum að læra lestur og að skrifa stíl. „Við byrjuðum að rannsaka á þessu sviði til að sjá hvort það væru einhver tengsl á milli textastyttingar og læsis, eftir að umræðan hafði tekið á sig svo neikvæða mynd í fjölmiðlum," segir Clare Wood, sálfræðingur sem stýrði rannsókninni í samtali við Daily Mail.

Woods segir að það hafi komið rannsakendum á óvart að notkun smáskilaboða virtist auka hljóðkerfisvitund barna og hjálpa þeim að læra að lesa.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×