Erlent

Giftist unglingsstúlku í tölvuleik og misnotaði hana síðan

John Philips er 54 ára gamall.
John Philips er 54 ára gamall.

54 ára gamall karlmaður frá Boston í Bandaríkjunum var handtekinn í gær grunaður um að hafa ferðast til Michigan þar sem hann á að hafa misnotað þrettán ára stúlku sem hann kynntist í tölvuleik á netinu.

Maðurinn, sem hefur verið nafngreindur í bandarískum fjölmiðlum og heitir John Phillips, kynntist stúlkunni í gegnum tölvuleikinn RuneScape. Þau voru gift í leiknum og svo virðist sem maðurinn hafi talið það samkomulag hafa náð út fyrir netheima.

Lögreglan í Detroit, sem fer með rannsókn málsins, var harðorð í garð Philips í bandarískum fjölmiðlum. Þannig sagði lögreglustjórinn að málið væri það viðurstyggilegasta sem hann hefði upplifað á sínum 35 ára ferli.

Verjandi Philips gagnrýnir lögreglustjórann fyrir sleggjudóma áður en allar staðreyndir liggja fyrir.

Það sem liggur fyrir er að Philips kynntist stúlkunni á síðasta ári og ferðaðist þrisvar sinnum til hennar. Í hvert skiptið á hann að hafa misnotað stúlkuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×