Kristinn: Skil sáttur við Breiðablik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2011 06:00 Kristinn í leik með Breiðabliki gegn Val í sumar. Hann hefur skorað 34 mörk í efstu deild sem er félagsmet.fréttablaðið/valli Kristinn Steindórsson hélt í gær utan til Svíþjóðar til að skrifa undir þriggja ára samning við Halmstad. Hann ákvað fyrr í haust að leita sér að liði utan landsteinanna og segir að fleiri lið hafi verið í myndinni. Forráðamenn Halmstad hafi hins vegar sýnt mestan áhuga sem réði úrslitum. „Það skiptir auðvitað mjög miklu máli en ég tel líka að þetta sé fínn staður til að hefja atvinnumannaferilinn," sagði Kristinn sem er 21 árs gamall sóknarmaður. Hann hefur þó áorkað mikið hjá uppeldisfélagi sínu, Breiðabliki, og orðið til að mynda bæði Íslands- og bikarmeistari. Í sumar varð hann svo markahæsti leikmaður liðsins í efstu deild frá upphafi og stendur það met nú í 35 mörkum. Halmstad féll úr sænsku úrvalsdeildinni í haust en nú rétt fyrir jól samdi annar íslenskur sóknarmaður, Guðjón Baldvinsson, við félagið. Fyrir er Jónas Guðni Sævarsson á mála hjá Halmstad. „Þetta er fín deild en ekki of stór fyrir mitt fyrsta skref í atvinnumennsku. Ég vil frekar fá að spila en að dúsa á bekknum hjá sterkara liði. Það skemmir heldur ekki fyrir að hafa þá Guðjón og Jónas með mér." Aðdragandinn að félagaskiptunum hefur verið nokkuð langur hjá Kristni en samningur hans við Breiðablik rann út í október. Blikar eiga þó rétt á uppeldisbótum fyrir Kristinn og var því samið um kaupverð. „Stefnan var alltaf sett á að komast út og var ég því ekki að skoða neitt hér heima. Óvissan var þó nokkur og óþægilegt að vita ekki hvað tekur við. Ég hef verið í ágætu fríi í haust og hlakka til að komast út til að hefja æfinga með nýju liði." Hann segist vera sáttur á þessum tímamótum á sínum unga ferli. „Ég hef unnið flest það sem hægt er að vinna með Breiðabliki allt frá því í yngri flokkunum. Það var gaman líka að ná metinu í sumar og ég tel þetta hentuga tímasetningu fyrir næsta áskorun. Ég skil sáttur við leikmenn og þjálfara Breiðabliks," segir Kristinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Kristinn Steindórsson hélt í gær utan til Svíþjóðar til að skrifa undir þriggja ára samning við Halmstad. Hann ákvað fyrr í haust að leita sér að liði utan landsteinanna og segir að fleiri lið hafi verið í myndinni. Forráðamenn Halmstad hafi hins vegar sýnt mestan áhuga sem réði úrslitum. „Það skiptir auðvitað mjög miklu máli en ég tel líka að þetta sé fínn staður til að hefja atvinnumannaferilinn," sagði Kristinn sem er 21 árs gamall sóknarmaður. Hann hefur þó áorkað mikið hjá uppeldisfélagi sínu, Breiðabliki, og orðið til að mynda bæði Íslands- og bikarmeistari. Í sumar varð hann svo markahæsti leikmaður liðsins í efstu deild frá upphafi og stendur það met nú í 35 mörkum. Halmstad féll úr sænsku úrvalsdeildinni í haust en nú rétt fyrir jól samdi annar íslenskur sóknarmaður, Guðjón Baldvinsson, við félagið. Fyrir er Jónas Guðni Sævarsson á mála hjá Halmstad. „Þetta er fín deild en ekki of stór fyrir mitt fyrsta skref í atvinnumennsku. Ég vil frekar fá að spila en að dúsa á bekknum hjá sterkara liði. Það skemmir heldur ekki fyrir að hafa þá Guðjón og Jónas með mér." Aðdragandinn að félagaskiptunum hefur verið nokkuð langur hjá Kristni en samningur hans við Breiðablik rann út í október. Blikar eiga þó rétt á uppeldisbótum fyrir Kristinn og var því samið um kaupverð. „Stefnan var alltaf sett á að komast út og var ég því ekki að skoða neitt hér heima. Óvissan var þó nokkur og óþægilegt að vita ekki hvað tekur við. Ég hef verið í ágætu fríi í haust og hlakka til að komast út til að hefja æfinga með nýju liði." Hann segist vera sáttur á þessum tímamótum á sínum unga ferli. „Ég hef unnið flest það sem hægt er að vinna með Breiðabliki allt frá því í yngri flokkunum. Það var gaman líka að ná metinu í sumar og ég tel þetta hentuga tímasetningu fyrir næsta áskorun. Ég skil sáttur við leikmenn og þjálfara Breiðabliks," segir Kristinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira