Ellefu litlir hvolpar teknir með keisara 24. desember 2011 08:00 Hér má sjá að mjótt rör er notað til að sjúga slímið úr öndunarvegi hvolpanna strax eftir að þeir eru komnir í heiminn. Mynd/Anton Brink Ellefu hvolpum var hjálpað í heiminn í Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti í gær. Þeir voru teknir með keisaraskurði sem tveir dýralæknar á spítalanum framkvæmdu. Allir voru þeir sprelllifandi og komnir á spena þegar tíkurnar tvær sem áttu þá voru útskrifaðar síðdegis. Í báðum tilvikum var um tíkur af ensku bolabítskyni að ræða. „Þetta gekk allt rosalega vel," segir Sif Traustadóttir dýralæknir, sem gerði annan keisaraskurðinn. Hún segir sjálfa aðgerðina taka um það bil klukkustund. Fyrst þurfi að undirbúa tíkina, setja upp æðalegg hjá henni til að setja vökva í æð, raka allan kviðinn og sótthreinsa svæðið áður en hún fer inn á skurðstofuna. Í tilvikunum í gær var einnig sett upp barkaþræðing og tíkunum gefið súrefni meðan á aðgerðinni stóð. Miklar annir hafa verið á Dýralæknamiðstöðinni í desember, að sögn Sifjar. Auk heilsufarsskoðana, geldinga og ormahreinsana hafa komið inn dýr með margs konar kvilla og lemstur sem hefur þurft að sinna. „Um daginn var komið með kettling sem var að þvælast fyrir þegar verið var að hella stíflueyði í niðurfall. Hann skellti loppunni undir bununa og brenndist illa á fæti." Að ýmsu þarf að huga yfir jól og áramót þegar gæludýr eru á heimilinu. „Hvolpar og kettlingar eru forvitnir og hafa engan skilning á því hvað kertalogi er. Þau geta velt skreytingum um koll og kettlingar reyna að hnusa af loganum og brenna þá af sér veiðihárin. Því þarf fulla aðgát og eftirlit." Margir vilja gleðja dýrin sín um jólin með einhverju góðgæti. En sú gleði getur snúist í andhverfu sína. „Súkkulaði er eitrað fyrir hunda og ketti. Það er algengt að fólk hafi samband við okkur vegna hunda sem fengið hafa súkkulaðieitrun ásamt meðfylgjandi niðurgangi, uppköstum og sleni. Dökkt súkkulaði er hættulegast. Rúsínur eru einnig eitraðar þannig að rúsínusúkkulaði er baneitraður kokkteill. Þá ætti ekki að gefa hundunum reyktan og saltaðan mat því það er ávísun á niðurgang morguninn eftir." Loks bendir Sif á hættu sem getur stafað af flugeldum um áramót. Auk hræðslunnar sem hrjáir hundana þegar hvellirnir byrja þarf að passa að þeir komist ekki í að naga leifar af flugeldum eftir áramót. „Við fengum einn sem hafði nagað flugeldaprik í fyrra og hann drapst. Í þessu eru þungmálmar og fleiri efni sem dýrin þola alls ekki." jss@frettabladid.is Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ellefu hvolpum var hjálpað í heiminn í Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti í gær. Þeir voru teknir með keisaraskurði sem tveir dýralæknar á spítalanum framkvæmdu. Allir voru þeir sprelllifandi og komnir á spena þegar tíkurnar tvær sem áttu þá voru útskrifaðar síðdegis. Í báðum tilvikum var um tíkur af ensku bolabítskyni að ræða. „Þetta gekk allt rosalega vel," segir Sif Traustadóttir dýralæknir, sem gerði annan keisaraskurðinn. Hún segir sjálfa aðgerðina taka um það bil klukkustund. Fyrst þurfi að undirbúa tíkina, setja upp æðalegg hjá henni til að setja vökva í æð, raka allan kviðinn og sótthreinsa svæðið áður en hún fer inn á skurðstofuna. Í tilvikunum í gær var einnig sett upp barkaþræðing og tíkunum gefið súrefni meðan á aðgerðinni stóð. Miklar annir hafa verið á Dýralæknamiðstöðinni í desember, að sögn Sifjar. Auk heilsufarsskoðana, geldinga og ormahreinsana hafa komið inn dýr með margs konar kvilla og lemstur sem hefur þurft að sinna. „Um daginn var komið með kettling sem var að þvælast fyrir þegar verið var að hella stíflueyði í niðurfall. Hann skellti loppunni undir bununa og brenndist illa á fæti." Að ýmsu þarf að huga yfir jól og áramót þegar gæludýr eru á heimilinu. „Hvolpar og kettlingar eru forvitnir og hafa engan skilning á því hvað kertalogi er. Þau geta velt skreytingum um koll og kettlingar reyna að hnusa af loganum og brenna þá af sér veiðihárin. Því þarf fulla aðgát og eftirlit." Margir vilja gleðja dýrin sín um jólin með einhverju góðgæti. En sú gleði getur snúist í andhverfu sína. „Súkkulaði er eitrað fyrir hunda og ketti. Það er algengt að fólk hafi samband við okkur vegna hunda sem fengið hafa súkkulaðieitrun ásamt meðfylgjandi niðurgangi, uppköstum og sleni. Dökkt súkkulaði er hættulegast. Rúsínur eru einnig eitraðar þannig að rúsínusúkkulaði er baneitraður kokkteill. Þá ætti ekki að gefa hundunum reyktan og saltaðan mat því það er ávísun á niðurgang morguninn eftir." Loks bendir Sif á hættu sem getur stafað af flugeldum um áramót. Auk hræðslunnar sem hrjáir hundana þegar hvellirnir byrja þarf að passa að þeir komist ekki í að naga leifar af flugeldum eftir áramót. „Við fengum einn sem hafði nagað flugeldaprik í fyrra og hann drapst. Í þessu eru þungmálmar og fleiri efni sem dýrin þola alls ekki." jss@frettabladid.is
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira