Ellefu litlir hvolpar teknir með keisara 24. desember 2011 08:00 Hér má sjá að mjótt rör er notað til að sjúga slímið úr öndunarvegi hvolpanna strax eftir að þeir eru komnir í heiminn. Mynd/Anton Brink Ellefu hvolpum var hjálpað í heiminn í Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti í gær. Þeir voru teknir með keisaraskurði sem tveir dýralæknar á spítalanum framkvæmdu. Allir voru þeir sprelllifandi og komnir á spena þegar tíkurnar tvær sem áttu þá voru útskrifaðar síðdegis. Í báðum tilvikum var um tíkur af ensku bolabítskyni að ræða. „Þetta gekk allt rosalega vel," segir Sif Traustadóttir dýralæknir, sem gerði annan keisaraskurðinn. Hún segir sjálfa aðgerðina taka um það bil klukkustund. Fyrst þurfi að undirbúa tíkina, setja upp æðalegg hjá henni til að setja vökva í æð, raka allan kviðinn og sótthreinsa svæðið áður en hún fer inn á skurðstofuna. Í tilvikunum í gær var einnig sett upp barkaþræðing og tíkunum gefið súrefni meðan á aðgerðinni stóð. Miklar annir hafa verið á Dýralæknamiðstöðinni í desember, að sögn Sifjar. Auk heilsufarsskoðana, geldinga og ormahreinsana hafa komið inn dýr með margs konar kvilla og lemstur sem hefur þurft að sinna. „Um daginn var komið með kettling sem var að þvælast fyrir þegar verið var að hella stíflueyði í niðurfall. Hann skellti loppunni undir bununa og brenndist illa á fæti." Að ýmsu þarf að huga yfir jól og áramót þegar gæludýr eru á heimilinu. „Hvolpar og kettlingar eru forvitnir og hafa engan skilning á því hvað kertalogi er. Þau geta velt skreytingum um koll og kettlingar reyna að hnusa af loganum og brenna þá af sér veiðihárin. Því þarf fulla aðgát og eftirlit." Margir vilja gleðja dýrin sín um jólin með einhverju góðgæti. En sú gleði getur snúist í andhverfu sína. „Súkkulaði er eitrað fyrir hunda og ketti. Það er algengt að fólk hafi samband við okkur vegna hunda sem fengið hafa súkkulaðieitrun ásamt meðfylgjandi niðurgangi, uppköstum og sleni. Dökkt súkkulaði er hættulegast. Rúsínur eru einnig eitraðar þannig að rúsínusúkkulaði er baneitraður kokkteill. Þá ætti ekki að gefa hundunum reyktan og saltaðan mat því það er ávísun á niðurgang morguninn eftir." Loks bendir Sif á hættu sem getur stafað af flugeldum um áramót. Auk hræðslunnar sem hrjáir hundana þegar hvellirnir byrja þarf að passa að þeir komist ekki í að naga leifar af flugeldum eftir áramót. „Við fengum einn sem hafði nagað flugeldaprik í fyrra og hann drapst. Í þessu eru þungmálmar og fleiri efni sem dýrin þola alls ekki." jss@frettabladid.is Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Ellefu hvolpum var hjálpað í heiminn í Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti í gær. Þeir voru teknir með keisaraskurði sem tveir dýralæknar á spítalanum framkvæmdu. Allir voru þeir sprelllifandi og komnir á spena þegar tíkurnar tvær sem áttu þá voru útskrifaðar síðdegis. Í báðum tilvikum var um tíkur af ensku bolabítskyni að ræða. „Þetta gekk allt rosalega vel," segir Sif Traustadóttir dýralæknir, sem gerði annan keisaraskurðinn. Hún segir sjálfa aðgerðina taka um það bil klukkustund. Fyrst þurfi að undirbúa tíkina, setja upp æðalegg hjá henni til að setja vökva í æð, raka allan kviðinn og sótthreinsa svæðið áður en hún fer inn á skurðstofuna. Í tilvikunum í gær var einnig sett upp barkaþræðing og tíkunum gefið súrefni meðan á aðgerðinni stóð. Miklar annir hafa verið á Dýralæknamiðstöðinni í desember, að sögn Sifjar. Auk heilsufarsskoðana, geldinga og ormahreinsana hafa komið inn dýr með margs konar kvilla og lemstur sem hefur þurft að sinna. „Um daginn var komið með kettling sem var að þvælast fyrir þegar verið var að hella stíflueyði í niðurfall. Hann skellti loppunni undir bununa og brenndist illa á fæti." Að ýmsu þarf að huga yfir jól og áramót þegar gæludýr eru á heimilinu. „Hvolpar og kettlingar eru forvitnir og hafa engan skilning á því hvað kertalogi er. Þau geta velt skreytingum um koll og kettlingar reyna að hnusa af loganum og brenna þá af sér veiðihárin. Því þarf fulla aðgát og eftirlit." Margir vilja gleðja dýrin sín um jólin með einhverju góðgæti. En sú gleði getur snúist í andhverfu sína. „Súkkulaði er eitrað fyrir hunda og ketti. Það er algengt að fólk hafi samband við okkur vegna hunda sem fengið hafa súkkulaðieitrun ásamt meðfylgjandi niðurgangi, uppköstum og sleni. Dökkt súkkulaði er hættulegast. Rúsínur eru einnig eitraðar þannig að rúsínusúkkulaði er baneitraður kokkteill. Þá ætti ekki að gefa hundunum reyktan og saltaðan mat því það er ávísun á niðurgang morguninn eftir." Loks bendir Sif á hættu sem getur stafað af flugeldum um áramót. Auk hræðslunnar sem hrjáir hundana þegar hvellirnir byrja þarf að passa að þeir komist ekki í að naga leifar af flugeldum eftir áramót. „Við fengum einn sem hafði nagað flugeldaprik í fyrra og hann drapst. Í þessu eru þungmálmar og fleiri efni sem dýrin þola alls ekki." jss@frettabladid.is
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira