Turin Brakes til Íslands 14. desember 2011 09:00 Í uppáhaldi Turin Brakes er uppáhaldshljómsveit tónleikahaldarans Valþórs Sverrissonar. Breska hljómsveitin Turin Brakes naut talsverðra vinsælda upp úr aldamótum, og hefur stöðugt sent frá sér tónlist síðan þá. Hljómsveitin er á leiðinni til Íslands í janúar og kemur fram í Fríkirkjunni. „Þeir eru mjög spenntir fyrir ferðinni til Íslands.“ segir Valþór Örn Sverrisson tónleikahaldari, vefstjóri og starfsmaður Nova. Valþór og bræður hans, Sverrir Birgir og Pétur Rúnar, flytja inn bresku hljómsveitina Turin Brakes á næsta ári. Hljómsveitin kemur fram í Fríkirkjunni 20. janúar, en upphitun verður í höndum Jóns Jónssonar og hljómsveitar. Stjarna Turin Brakes reis hátt upp úr aldamótum. Hljómsveitin var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna árið 2001 fyrir fyrstu breiðskífuna sína, The Optimist LP. Eftir fylgdu plöturnar Ether Song og Jackinabox sem nutu talsverðra vinsælda. Minna hefur farið fyrir hljómsveitinni síðustu ár þótt hún hafi aldrei lagt árar í bát. Spurður hvernig honum datt í hug að flytja inn Turin Brakes segir Valþór svarið einfalt: „Þetta er uppáhaldsbandið mitt. Ég hlusta á þá á hverju kvöldi,“ segir hann. Síðasta breiðskífa Turin Brakes, Outbursts, kom út á síðasta ári og hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda. Skoska tónlistartímaritið Clash gaf henni til að mynda fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Hljómsveitin sendi frá sér stuttskífu í ár sem innihélt tökulög ásamt einu nýju lagi. Valþór segir hljómsveitina flytja blöndu af nýju efni og gömlu á tónleikum. Hann er spenntur fyrir því að eyða helgi með uppáhaldshljómsveitinni sinni í janúar. „Við ætlum í Bláa lónið og út að borða á Panorama,“ segir hann. „Ég bauð þeim lúxusferð.“ Miðasala hefst í versluninni Noland í Kringlunni á föstudag. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
Breska hljómsveitin Turin Brakes naut talsverðra vinsælda upp úr aldamótum, og hefur stöðugt sent frá sér tónlist síðan þá. Hljómsveitin er á leiðinni til Íslands í janúar og kemur fram í Fríkirkjunni. „Þeir eru mjög spenntir fyrir ferðinni til Íslands.“ segir Valþór Örn Sverrisson tónleikahaldari, vefstjóri og starfsmaður Nova. Valþór og bræður hans, Sverrir Birgir og Pétur Rúnar, flytja inn bresku hljómsveitina Turin Brakes á næsta ári. Hljómsveitin kemur fram í Fríkirkjunni 20. janúar, en upphitun verður í höndum Jóns Jónssonar og hljómsveitar. Stjarna Turin Brakes reis hátt upp úr aldamótum. Hljómsveitin var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna árið 2001 fyrir fyrstu breiðskífuna sína, The Optimist LP. Eftir fylgdu plöturnar Ether Song og Jackinabox sem nutu talsverðra vinsælda. Minna hefur farið fyrir hljómsveitinni síðustu ár þótt hún hafi aldrei lagt árar í bát. Spurður hvernig honum datt í hug að flytja inn Turin Brakes segir Valþór svarið einfalt: „Þetta er uppáhaldsbandið mitt. Ég hlusta á þá á hverju kvöldi,“ segir hann. Síðasta breiðskífa Turin Brakes, Outbursts, kom út á síðasta ári og hlaut góðar viðtökur gagnrýnenda. Skoska tónlistartímaritið Clash gaf henni til að mynda fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Hljómsveitin sendi frá sér stuttskífu í ár sem innihélt tökulög ásamt einu nýju lagi. Valþór segir hljómsveitina flytja blöndu af nýju efni og gömlu á tónleikum. Hann er spenntur fyrir því að eyða helgi með uppáhaldshljómsveitinni sinni í janúar. „Við ætlum í Bláa lónið og út að borða á Panorama,“ segir hann. „Ég bauð þeim lúxusferð.“ Miðasala hefst í versluninni Noland í Kringlunni á föstudag. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira