Erlent

Minnst fimm látnir og 123 sárir í Liège

Maður vopnaður handsprengjum og skotvopnum er talinn hafa banað minnsta kosti fimm manns  í belgísku borginni Liège í dag áður en hann svipti sig lífi. Minnsta kosti 123 til viðbótar eru sárir eftir árásina, sumir svo illa að þeim væri vart hugað líf.

Maðurinn varpaði handsprengjunum að strætóskýlum við fjölfarið torg í borginni áður en hann hóf skothríð. Ekki er talið að hann tengist hryðjuverkasamtökum.

Árásarmaðurinn, Narodine Amradi, var dæmdur ofbeldismaður af pakistönskum ættum og búsettur í Liège.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×