Fiðlustelpan á kantinum stígur fram í sviðsljósið 3. desember 2011 17:30 í nægu að snúast Greta Salóme hefur alltaf verið með annan fótinn í dægurtónlist en hún hefur fullan stuðning fólksins í Sinfóníuhljómsveit Íslands í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þegar Greta hefur tíma leggur hún stund á Crossfit.Fréttablaðið/Valli „Ég var tilbúin með lag, dúett með mér og Jónsa í Svörtum fötum. Og mér var einfaldlega ráðlagt að senda það inn. Hitt lagið var ég búin að vinna með Þorvaldi Bjarna og ég mat hlutina þannig að það væri skynsamlegast að senda lagið inn í keppnina í stað þess að bíða með útgáfu þess í viku," segir Greta Salóme Stefánsdóttir, fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Greta Salóme á tvö lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún semur textana sjálf og syngur annað með Jónsa og hitt með þeim Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur og Heiðu Ólafsdóttur. Fiðlan verður auðvitað innan seilingar, það hefur hún verið síðan Greta var fjögurra ára. „Ég hef alltaf verið fiðlustelpan á kantinum, hef mikið verið að spila með alls konar fólki og verið með annan fótinn í dægurlagatónlistinni," segir Greta en aðdáendur Útsvars gætu munað eftir henni, hún spilar á fiðlu í einni af vísbendingaspurningum þáttarins. Það er saga á bak við lögin tvö. Lagið með Jónsa er meðal annars innblásið af harmþrunginni sögu af forboðnum ástum Ragnheiðar biskupsdóttur og Daða Halldórssonar. „Lagið varð til í Skálholti í fyrra. Þetta er svona íslenskt þjóðlaga-rokkpopp, mjög sterkt og kraftmikið. Hitt lagið er einlægt með sterkum texta." Seint verður sagt að Eurovision-keppnin sé háttskrifuð hjá klassískt menntuðu tónlistarfólki en á því verður væntanlega breyting í ár. Fyrir utan að vera meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Íslands er Greta að klára mastersnám í tónlist frá Listaháskóla Íslands. Greta segist finna fyrir miklum stuðningi frá félögum sínum í Sinfó. „Þau eru alveg ótrúleg, hvetja mig áfram og styðja mig hundrað prósent. Eftir að þetta varð opinbert hef ég fengið alveg ótrúlega jákvæð viðbrögð," segir Greta sem getur auðveldlega reiknað með hundrað öruggum atkvæðum þar. „Eitthvað af þeim verður örugglega á upptökunum." Eins og það sé ekki nógu tímafrekt að vera í Sinfóníuhljómsveitinni og spila á tónleikum hér og þar úti um allan bæ þá stundar hin 25 ára gamla Greta crossfit af miklum móð hjá Crossfit BC. „Kærastinn minn á þetta þannig að ég kemst ekki hjá því að vera í þessu. Ég er búin að vera í þessu í tæpt ár og þetta hefur hjálpað mér mikið enda eiginlega alltaf á hlaupum." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
„Ég var tilbúin með lag, dúett með mér og Jónsa í Svörtum fötum. Og mér var einfaldlega ráðlagt að senda það inn. Hitt lagið var ég búin að vinna með Þorvaldi Bjarna og ég mat hlutina þannig að það væri skynsamlegast að senda lagið inn í keppnina í stað þess að bíða með útgáfu þess í viku," segir Greta Salóme Stefánsdóttir, fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Greta Salóme á tvö lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún semur textana sjálf og syngur annað með Jónsa og hitt með þeim Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur og Heiðu Ólafsdóttur. Fiðlan verður auðvitað innan seilingar, það hefur hún verið síðan Greta var fjögurra ára. „Ég hef alltaf verið fiðlustelpan á kantinum, hef mikið verið að spila með alls konar fólki og verið með annan fótinn í dægurlagatónlistinni," segir Greta en aðdáendur Útsvars gætu munað eftir henni, hún spilar á fiðlu í einni af vísbendingaspurningum þáttarins. Það er saga á bak við lögin tvö. Lagið með Jónsa er meðal annars innblásið af harmþrunginni sögu af forboðnum ástum Ragnheiðar biskupsdóttur og Daða Halldórssonar. „Lagið varð til í Skálholti í fyrra. Þetta er svona íslenskt þjóðlaga-rokkpopp, mjög sterkt og kraftmikið. Hitt lagið er einlægt með sterkum texta." Seint verður sagt að Eurovision-keppnin sé háttskrifuð hjá klassískt menntuðu tónlistarfólki en á því verður væntanlega breyting í ár. Fyrir utan að vera meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Íslands er Greta að klára mastersnám í tónlist frá Listaháskóla Íslands. Greta segist finna fyrir miklum stuðningi frá félögum sínum í Sinfó. „Þau eru alveg ótrúleg, hvetja mig áfram og styðja mig hundrað prósent. Eftir að þetta varð opinbert hef ég fengið alveg ótrúlega jákvæð viðbrögð," segir Greta sem getur auðveldlega reiknað með hundrað öruggum atkvæðum þar. „Eitthvað af þeim verður örugglega á upptökunum." Eins og það sé ekki nógu tímafrekt að vera í Sinfóníuhljómsveitinni og spila á tónleikum hér og þar úti um allan bæ þá stundar hin 25 ára gamla Greta crossfit af miklum móð hjá Crossfit BC. „Kærastinn minn á þetta þannig að ég kemst ekki hjá því að vera í þessu. Ég er búin að vera í þessu í tæpt ár og þetta hefur hjálpað mér mikið enda eiginlega alltaf á hlaupum." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira