Viðurkenni oft að ég er fíflið 2. desember 2011 10:00 Hljómsveitin Ég Róbert Örn, fyrir miðju, ásamt Baldri Sívertsen Bjarnasyni gítarleikara og Arnari Inga Hreiðarssyni bassaleikara. Á myndina vantar Örn Eldjárn Kristjánsson og Andra Geir Árnason.fréttablaðið/valli „Við erum öll að gera sitthvorn heimska hlutinn. Við borðum bara drasl og horfum bara á drasl,“ segir Róbert Örn Hjálmtýsson, forsprakki Hljómsveitarinnar Ég. Sveitin hefur gefið út sína fjórðu plötu, Ímynd fíflsins. Þar syngur Róbert Örn um heimsku, kóngafólk, manninn og tengingu hans við sauðkindur og Hollywood-ást. Mynd af Róberti Erni sjálfum er á umslaginu. „Ég er ekki að þessu til að vera frægur,“ segir hann, spurður um myndina. „Ég er pínulítið heppinn með það að stundum get ég fylgst með samfélaginu eins og ég sé gestur. En ég viðurkenni það reyndar oft á þessari plötu að ég er fíflið. Ég er ekkert að tala niður til fólks. Maður verður að viðurkenna að maður sé heimskur svo maður geti verið gáfaður,“ segir Róbert Örn, spekingslega. Ímynd fíflsins hefur að geyma þrettán grípandi rokklög. Hún er metnaðarfyllsta plata Hljómsveitarinnar Ég, að mati Róberts Arnar. Það veit á mjög gott því síðustu tvær plötursveitarinnar, Plata ársins og Lúxus upplifun, voru tilnefndar til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins. Róbert Örn var einnig tilnefndur sem textahöfundur ársins. Lúxus upplifun hlaut jafnframt plötuverðlaun Kraums í fyrra. Næstu tónleikar Hljómsveitarinnar Ég verða á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og Gamla-Bauki á Húsavík á laugardagskvöld. Róbert Örn lofar góðri skemmtun og tekur fram að bandið sé kraftmikið á tónleikum og hljóðfæraleikararnir þrautþjálfaðir. - fb Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
„Við erum öll að gera sitthvorn heimska hlutinn. Við borðum bara drasl og horfum bara á drasl,“ segir Róbert Örn Hjálmtýsson, forsprakki Hljómsveitarinnar Ég. Sveitin hefur gefið út sína fjórðu plötu, Ímynd fíflsins. Þar syngur Róbert Örn um heimsku, kóngafólk, manninn og tengingu hans við sauðkindur og Hollywood-ást. Mynd af Róberti Erni sjálfum er á umslaginu. „Ég er ekki að þessu til að vera frægur,“ segir hann, spurður um myndina. „Ég er pínulítið heppinn með það að stundum get ég fylgst með samfélaginu eins og ég sé gestur. En ég viðurkenni það reyndar oft á þessari plötu að ég er fíflið. Ég er ekkert að tala niður til fólks. Maður verður að viðurkenna að maður sé heimskur svo maður geti verið gáfaður,“ segir Róbert Örn, spekingslega. Ímynd fíflsins hefur að geyma þrettán grípandi rokklög. Hún er metnaðarfyllsta plata Hljómsveitarinnar Ég, að mati Róberts Arnar. Það veit á mjög gott því síðustu tvær plötursveitarinnar, Plata ársins og Lúxus upplifun, voru tilnefndar til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins. Róbert Örn var einnig tilnefndur sem textahöfundur ársins. Lúxus upplifun hlaut jafnframt plötuverðlaun Kraums í fyrra. Næstu tónleikar Hljómsveitarinnar Ég verða á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og Gamla-Bauki á Húsavík á laugardagskvöld. Róbert Örn lofar góðri skemmtun og tekur fram að bandið sé kraftmikið á tónleikum og hljóðfæraleikararnir þrautþjálfaðir. - fb
Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira