Íslenskar táningsstelpur eyða milljónum í Twilight 29. nóvember 2011 13:00 Um þetta snýst málið Aðalæðið hjá íslenskum stelpum er Twilight-serían en nýjasta myndin, Breaking Dawn, er aðra vikuna í röð á toppnum hér á landi. „Maður getur ekki kvartað,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum. Aðra vikuna í röð er kvikmynd úr Twilight-flokknum aðsóknarmesta mynd vikunnar. Um er að ræða fjórðu myndina um þau Jakob, Isabellu og Edward en þær eru byggðar á samnefndum bókum Stephenie Meyer. Fjórða myndin, Breaking Dawn, hefur náð inn rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna í miðasölu og tæplega ellefu þúsund manns hafa séð hana. En þar með er ekki öll sagan sögð. Myndirnar fjórar hafa samanlagt halað inn tæplega sextíu milljónum íslenskra króna á síðustu fjórum árum hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Smáís. Það gerir rúmlega 66 þúsund áhorfendur. Það sem gerir þessa tölu enn merkilegri er að áhorfendahópurinn er mjög afmarkaður, þetta eru að stærstum hluta unglingsstúlkur frá tólf ára aldri. „Auðvitað höfum við séð eldri konur fljóta með, kannski 29 ára og auðvitað einhverja stráka sem eru þá að lesa bækurnar. En að mestu leyti eru áhorfendurnir stelpur á aldrinum 12-24 ára,“ segir Sigurður Victor og bætir því við að þessi áhorfendahópur sé mjög dyggur og bíði ákaflega spenntur eftir hverri mynd. „Þetta æði er miklu meira en við bjuggumst við, því þegar fyrsta myndin var frumsýnd voru bækurnar ekkert komnar. Auðvitað hefði maður samt viljað að áhorfendahópurinn væri jafn breiður og hjá til dæmis Harry Potter þar sem aðdáendur voru af báðum kynjum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur út Twilight-bækurnar á Íslandi, segir að salan á þeim hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Þetta hefur verið mikið æði hjá nágrannaþjóðunum en ekki alveg náð sömu hylli hérna á Íslandi,“ segir Egill sem telst þó til að fyrstu þrjár bækurnar hafi selst í sautján þúsund eintökum eða fyrir 76 milljónir íslenskra króna. Fjórða bókin eftir Stephenie Meyer er væntanleg innan tíðar. Egill kveðst vera sammála Sigurði með markhóp bókanna. Lesendahópurinn virðist aðallega vera ungar konur en hann bætir því við að það séu kannski engin nýmæli fyrir bókaútgefanda. Ný lestrarkönnun hafi staðfest að konur lesi meira. „Og þannig var það líka hjá Harry Potter, þar voru það aðallega konur sem lásu bækurnar.“ freyrgigja@frettabladid.isvísir/anton brink Lífið Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Maður getur ekki kvartað,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum. Aðra vikuna í röð er kvikmynd úr Twilight-flokknum aðsóknarmesta mynd vikunnar. Um er að ræða fjórðu myndina um þau Jakob, Isabellu og Edward en þær eru byggðar á samnefndum bókum Stephenie Meyer. Fjórða myndin, Breaking Dawn, hefur náð inn rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna í miðasölu og tæplega ellefu þúsund manns hafa séð hana. En þar með er ekki öll sagan sögð. Myndirnar fjórar hafa samanlagt halað inn tæplega sextíu milljónum íslenskra króna á síðustu fjórum árum hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Smáís. Það gerir rúmlega 66 þúsund áhorfendur. Það sem gerir þessa tölu enn merkilegri er að áhorfendahópurinn er mjög afmarkaður, þetta eru að stærstum hluta unglingsstúlkur frá tólf ára aldri. „Auðvitað höfum við séð eldri konur fljóta með, kannski 29 ára og auðvitað einhverja stráka sem eru þá að lesa bækurnar. En að mestu leyti eru áhorfendurnir stelpur á aldrinum 12-24 ára,“ segir Sigurður Victor og bætir því við að þessi áhorfendahópur sé mjög dyggur og bíði ákaflega spenntur eftir hverri mynd. „Þetta æði er miklu meira en við bjuggumst við, því þegar fyrsta myndin var frumsýnd voru bækurnar ekkert komnar. Auðvitað hefði maður samt viljað að áhorfendahópurinn væri jafn breiður og hjá til dæmis Harry Potter þar sem aðdáendur voru af báðum kynjum.“ Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur út Twilight-bækurnar á Íslandi, segir að salan á þeim hafi valdið ákveðnum vonbrigðum. „Þetta hefur verið mikið æði hjá nágrannaþjóðunum en ekki alveg náð sömu hylli hérna á Íslandi,“ segir Egill sem telst þó til að fyrstu þrjár bækurnar hafi selst í sautján þúsund eintökum eða fyrir 76 milljónir íslenskra króna. Fjórða bókin eftir Stephenie Meyer er væntanleg innan tíðar. Egill kveðst vera sammála Sigurði með markhóp bókanna. Lesendahópurinn virðist aðallega vera ungar konur en hann bætir því við að það séu kannski engin nýmæli fyrir bókaútgefanda. Ný lestrarkönnun hafi staðfest að konur lesi meira. „Og þannig var það líka hjá Harry Potter, þar voru það aðallega konur sem lásu bækurnar.“ freyrgigja@frettabladid.isvísir/anton brink
Lífið Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira