Söngvaborg í hundrað þúsund eintökum 29. nóvember 2011 09:00 Miklar vinsældir Hundrað þúsund eintök hafa selst af Söngvaborgar-diskunum fimm og sá sjötti er nú væntanlegur. Helga Braga, María Björk og Sigga Beinteins bíða að vonum spenntar.Fréttablaðið/Anton „María Björk [Sverrisdóttir] nefndi þessa tölu við mig fyrir skemmstu og ég trúði henni ekki. Ég hringdi því í hana aftur um daginn og þá voru hún og framleiðandinn okkar nýbúin að fara yfir tölurnar og þetta er víst rétt. Diskarnir fimm hafa selst í um hundrað þúsund eintökum,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona og söngkennari. Barnadiskarnir Söngvaborg hafa verið eitt vinsælasta barnaefnið á Íslandi frá því að fyrsti diskurinn kom út fyrir ellefu árum. Söng, dans og leik er blandað saman á árangursríkan hátt og þær Sigríður og María Björk hafa orðið miklir heimilisvinir hjá barnafólki. Diskarnir hafa flestir gengið í arf, frá einu systkini til annars, og alltaf notið jafn mikilla vinsælda. Og nú er sjötti diskurinn að koma út. „Kreppan setti smá strik í reikninginn hjá okkur og við tókum okkur smá pásu. Það hefur alltaf verið regla hjá okkur að gefa út nýjan disk annað hvert ár en nú eru liðin þrjú ár frá þeim síðasta,“ segir Sigríður en af því tilefni verður blásið til sérstaks Söngvaborgar-dags í Háskólabíó á laugardaginn klukkan eitt. Þar munu margir af góðkunningjum Söngvaborgar troða upp og skemmta krökkunum og foreldrum þeirra. „Salurinn tekur virkan þátt í þessu með okkur, syngur bæði með og dansar.“ Sigríður segist ekki hafa neina eina skýringu á því af hverju Söngvaborg sé svona vinsæl hjá krökkum. En hún þekkir það af eigin raun hvernig börn límast við skjáinn þegar upphafslagið tekur að hljóma. „Tvíburarnir mínir hafa alveg rosalega gaman af þessu. Þeir eru hins vegar bara sjö mánaða og fá því bara að horfa stutt hverju sinni.“ - fgg Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
„María Björk [Sverrisdóttir] nefndi þessa tölu við mig fyrir skemmstu og ég trúði henni ekki. Ég hringdi því í hana aftur um daginn og þá voru hún og framleiðandinn okkar nýbúin að fara yfir tölurnar og þetta er víst rétt. Diskarnir fimm hafa selst í um hundrað þúsund eintökum,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona og söngkennari. Barnadiskarnir Söngvaborg hafa verið eitt vinsælasta barnaefnið á Íslandi frá því að fyrsti diskurinn kom út fyrir ellefu árum. Söng, dans og leik er blandað saman á árangursríkan hátt og þær Sigríður og María Björk hafa orðið miklir heimilisvinir hjá barnafólki. Diskarnir hafa flestir gengið í arf, frá einu systkini til annars, og alltaf notið jafn mikilla vinsælda. Og nú er sjötti diskurinn að koma út. „Kreppan setti smá strik í reikninginn hjá okkur og við tókum okkur smá pásu. Það hefur alltaf verið regla hjá okkur að gefa út nýjan disk annað hvert ár en nú eru liðin þrjú ár frá þeim síðasta,“ segir Sigríður en af því tilefni verður blásið til sérstaks Söngvaborgar-dags í Háskólabíó á laugardaginn klukkan eitt. Þar munu margir af góðkunningjum Söngvaborgar troða upp og skemmta krökkunum og foreldrum þeirra. „Salurinn tekur virkan þátt í þessu með okkur, syngur bæði með og dansar.“ Sigríður segist ekki hafa neina eina skýringu á því af hverju Söngvaborg sé svona vinsæl hjá krökkum. En hún þekkir það af eigin raun hvernig börn límast við skjáinn þegar upphafslagið tekur að hljóma. „Tvíburarnir mínir hafa alveg rosalega gaman af þessu. Þeir eru hins vegar bara sjö mánaða og fá því bara að horfa stutt hverju sinni.“ - fgg
Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira