Vill flytja hús afa síns og nafna á Bergstaðastrætið 29. október 2011 08:00 Hús með sál og hjarta Ólafur Egill Egilsson vill flytja hús afa síns og nafna, Ólafs Egilssonar, á lóðina við Bergstaðastræti 18. Það var byggt 1902 og stóð upphaflega við Laugaveg 74 en er nú í geymslu úti á Granda. Ólafur segir að honum hafi verið vel tekið hjá borginni en hann viti jafnframt vel að svona hlutir taki sinn tíma. „Ég hef verið að ganga milli nágranna og kanna þeirra hug og það virðist öllum lítast vel á þetta. Torfusamtökin, Húsafriðunarnefnd og flestir sem ég hef rætt við finnst þetta bara hið besta mál,“ segir Ólafur Egill Egilsson listamaður. Hann er að sækja um leyfi hjá Reykjavíkurborg til að fá að flytja húsið sem stóð við Laugaveg 74 – en var flutt út á Granda fyrir fjórum árum – aftur í miðbæinn. Nú á lóðina við Bergstaðastræti 18. Húsið stendur hjarta Ólafs nærri því afi hans og nafni, Ólafur Egilsson, ólst upp í því. Það var byggt 1902 og er því orðið 109 ára gamalt, en langafi Ólafs bjó þarna og var með kindur í bakgarðinum. „Mér finnst húsið fallegt og lóðin númer 18 er svokölluð flutningshúsalóð og hefur staðið auð lengi. Þarna er því gott tækifæri til að finna heimilislausu húsi samastað án þess að það þurfi að rífa annað upp með rótum,“ segir Ólafur, sem sjálfur býr á Bergstaðastræti 14. Ólafur fengi eflaust góð ráð hjá nágrönnum sínum því á Bergstaðastræti númer 20 hafa leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir og þýðandinn Örn Úlfar Höskuldsson verið að gera gamalt hús upp og á númer 16 hafa Ragnhildur Gísladóttir og Birkir Kristinsson gefið húsinu algjörlega nýtt líf eftir það hafði staðið autt í nokkur ár. Listamaðurinn hefur rætt við fólkið hjá borginni, sem hefur tekið vel í hugmyndir hans, þverpólitísk samstaða sé um málið. Hann gerir sér þó fyllilega grein fyrir því að svona hlutir taki sinn tíma. „Það þótti orka tvímælis þegar húsið var flutt á sínum tíma en það er annar andi sem svífur yfir vötnum núna en gerði 2007, meiri nýtni og virðing fyrir gömlum hlutum. Og þetta er náttúrulega topp-endurvinnsla; gamalt verður nýtt,“ segir Ólafur, en hann nýtur liðsinnis Kristjáns S. Kristjánssonar sem gerði upp fallegan steinbæ á Bergstaðastræti 22. Ólafur er ekki ókunnugur því að búa í gömlu timburhúsi, hann ólst upp í einu slíku við Grettisgötuna og eyddi mörgum stundum í að mála og spartla með bróður sínum. Eiginkonan, Esther Talía, sleit sömuleiðis barnsskónum í gömlu timburhúsi. Og þau hjónakorn vita því vel að gömlum timburhúsum fylgja ansi mörg hamarshögg. „Það er hins vegar ákveðin gleði sem felst í því að búa til hreiðrið sitt,“ segir Ólafur, hvergi banginn. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
„Ég hef verið að ganga milli nágranna og kanna þeirra hug og það virðist öllum lítast vel á þetta. Torfusamtökin, Húsafriðunarnefnd og flestir sem ég hef rætt við finnst þetta bara hið besta mál,“ segir Ólafur Egill Egilsson listamaður. Hann er að sækja um leyfi hjá Reykjavíkurborg til að fá að flytja húsið sem stóð við Laugaveg 74 – en var flutt út á Granda fyrir fjórum árum – aftur í miðbæinn. Nú á lóðina við Bergstaðastræti 18. Húsið stendur hjarta Ólafs nærri því afi hans og nafni, Ólafur Egilsson, ólst upp í því. Það var byggt 1902 og er því orðið 109 ára gamalt, en langafi Ólafs bjó þarna og var með kindur í bakgarðinum. „Mér finnst húsið fallegt og lóðin númer 18 er svokölluð flutningshúsalóð og hefur staðið auð lengi. Þarna er því gott tækifæri til að finna heimilislausu húsi samastað án þess að það þurfi að rífa annað upp með rótum,“ segir Ólafur, sem sjálfur býr á Bergstaðastræti 14. Ólafur fengi eflaust góð ráð hjá nágrönnum sínum því á Bergstaðastræti númer 20 hafa leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir og þýðandinn Örn Úlfar Höskuldsson verið að gera gamalt hús upp og á númer 16 hafa Ragnhildur Gísladóttir og Birkir Kristinsson gefið húsinu algjörlega nýtt líf eftir það hafði staðið autt í nokkur ár. Listamaðurinn hefur rætt við fólkið hjá borginni, sem hefur tekið vel í hugmyndir hans, þverpólitísk samstaða sé um málið. Hann gerir sér þó fyllilega grein fyrir því að svona hlutir taki sinn tíma. „Það þótti orka tvímælis þegar húsið var flutt á sínum tíma en það er annar andi sem svífur yfir vötnum núna en gerði 2007, meiri nýtni og virðing fyrir gömlum hlutum. Og þetta er náttúrulega topp-endurvinnsla; gamalt verður nýtt,“ segir Ólafur, en hann nýtur liðsinnis Kristjáns S. Kristjánssonar sem gerði upp fallegan steinbæ á Bergstaðastræti 22. Ólafur er ekki ókunnugur því að búa í gömlu timburhúsi, hann ólst upp í einu slíku við Grettisgötuna og eyddi mörgum stundum í að mála og spartla með bróður sínum. Eiginkonan, Esther Talía, sleit sömuleiðis barnsskónum í gömlu timburhúsi. Og þau hjónakorn vita því vel að gömlum timburhúsum fylgja ansi mörg hamarshögg. „Það er hins vegar ákveðin gleði sem felst í því að búa til hreiðrið sitt,“ segir Ólafur, hvergi banginn. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira