Dansaði inn kirkjugólfið við tóna Beyoncé 28. október 2011 11:30 Hér sést Íris dansa inn kirkjugólfið með föður sínum við mikinn fögnuð brúðkaupsgesta. „Ég var búin að kvíða fyrir því að þurfa að ganga inn kirkjugólfið ein með pabba og þetta létti óneitanlega andrúmsloftið og minnkaði stressið," segir Íris Arnlaugsdóttir stjórnmálafræðingur, sem dansaði inn kirkjugólfið um síðustu helgi við lagið Single Ladies með Beyoncé. Íris og eiginmaður hennar, Óskar Þór Lárusson stoðtækjasmiður, voru sammála um að þau vildu ekki hafa brúðkaupið hefðbundið. Að dansa inn í kirkjuna með grímu fyrir andlitinu ásamt foreldrum sínum, vinkonum og börnum var því liður í að hafa athöfnina óformlega. „Ég fann skemmtilegt myndband á YouTube af pari að dansa inn kirkjugólfið og langaði til að gera eitthvað svipað," segir Íris og bætir við að vinkonur hennar hafi átt stóran þátt í skipulagningunni. „Aðalatriðið var að fá fólk til að brosa og hafa gaman sem tókst vel." Það er óhætt að fullyrða að lagið Single Ladies, sem flestir eru vanari að heyra á skemmtistöðum borgarinnar, sé óhefðbundið brúðkaupslag. Það á sér hins vegar sögu hjá parinu og þá sérstaklega setning í viðlaginu: „If you liked it then you shoulda put a ring on it." „Eins og gengur og gerist var ég búin að setja smá pressu á Óskar varðandi trúlofun og giftingu. Í hvert sinn sem þetta lag hljómaði í partýum vorum við vinkonurnar vanar að stríða honum aðeins með þessu." Íris fékk svo annað af tveimur bónorðum í brúðkaupi vinahjóna sinna fyrir ári. „Óskar skellti sér á skeljarnar á dansgólfinu, einmitt þegar Single Ladies var spilað, og bað mín með servíettuhring. Það var mjög fyndið en ég fékk svo alvöru hring og bónorð stuttu síðar."- áp Lífið Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
„Ég var búin að kvíða fyrir því að þurfa að ganga inn kirkjugólfið ein með pabba og þetta létti óneitanlega andrúmsloftið og minnkaði stressið," segir Íris Arnlaugsdóttir stjórnmálafræðingur, sem dansaði inn kirkjugólfið um síðustu helgi við lagið Single Ladies með Beyoncé. Íris og eiginmaður hennar, Óskar Þór Lárusson stoðtækjasmiður, voru sammála um að þau vildu ekki hafa brúðkaupið hefðbundið. Að dansa inn í kirkjuna með grímu fyrir andlitinu ásamt foreldrum sínum, vinkonum og börnum var því liður í að hafa athöfnina óformlega. „Ég fann skemmtilegt myndband á YouTube af pari að dansa inn kirkjugólfið og langaði til að gera eitthvað svipað," segir Íris og bætir við að vinkonur hennar hafi átt stóran þátt í skipulagningunni. „Aðalatriðið var að fá fólk til að brosa og hafa gaman sem tókst vel." Það er óhætt að fullyrða að lagið Single Ladies, sem flestir eru vanari að heyra á skemmtistöðum borgarinnar, sé óhefðbundið brúðkaupslag. Það á sér hins vegar sögu hjá parinu og þá sérstaklega setning í viðlaginu: „If you liked it then you shoulda put a ring on it." „Eins og gengur og gerist var ég búin að setja smá pressu á Óskar varðandi trúlofun og giftingu. Í hvert sinn sem þetta lag hljómaði í partýum vorum við vinkonurnar vanar að stríða honum aðeins með þessu." Íris fékk svo annað af tveimur bónorðum í brúðkaupi vinahjóna sinna fyrir ári. „Óskar skellti sér á skeljarnar á dansgólfinu, einmitt þegar Single Ladies var spilað, og bað mín með servíettuhring. Það var mjög fyndið en ég fékk svo alvöru hring og bónorð stuttu síðar."- áp
Lífið Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira