Flíkur úr dánarbúum 13. október 2011 11:00 Guðlaugur og Hrafnkell í Captain Fufanu. Fréttablaðið/Vilhelm Guðlaugur Halldór Einarsson og Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson hafa þrátt fyrir ungan aldur nokkra reynslu af tónleikahátíðinni Iceland Airwaves sem haldin er í tólfta sinn um helgina. Saman skipa þeir hljómsveitina Captain Fufanu sem var stofnuð haustið 2008 og leikur nú í þriðja sinn á hátíðinni. „Ég held að þetta sé níunda Airwaves-hátíðin sem ég spila á," segir Hrafnkell hokinn af reynslu en hann hóf að leika á trompet með hljómsveitinni Ghostigital aðeins tíu ára að aldri. Báðir hafa strákarnir mjög flottan fatasmekk en segjast þó ekki hafa sérstakan áhuga á tísku. „Nei, við erum ekkert að sitja á kaffihúsum og lesa tískublöð," segir Guðlaugur en Hrafnkell er fljótur að bæta við að þeir þekki samt til hönnuða. „Ég fæ fötin mín aðallega úr dánarbúum, kannski ekki öll en ég fékk samt jakkann í alvöru úr dánarbúi," segir Guðlaugur um brúna köflótta frakkann sem hann klæðist. Hrafnkell verslar lítið á Íslandi. „Það er þá helst í Nolandi, ég er í gallabuxum þaðan en svo finnum við bara hitt og þetta hér og þar erlendis. Bara einhverstaðar úti á götu," segir Hrafnkell og bætir við að það séu flott föt í Weekday og Fred Perry-búðunum erlendis. Spurðir um færni sína við saumavélina segist Guðlaugur hafa breytt ýmsum flíkum og Hrafnkell segist leita til hans í von um að breyta fötum. „Nei," svara þeir samtímis inntir eftir því hvort þeir hafi ákveðið föt fyrir tónleika helgarinnar. „Við klæðum okkur ekkert öðruvísi á sviði. Það er helst að við klæðumst einhverju sem er einfalt að fara úr. Við afklæðumst samt bara þegar við erum í stuði en við erum alltaf í stuði svo þú getur lagt tvo og tvo saman," segir Hrafnkell. „Íslendingar eru svo fyndnir, þeir þurfa alltaf að gera sig fína þegar Yvan Rodic, betur þekktur sem „Facehunter", kemur til landsins," segir Hrafnkell spurður hvort fólk klæði sig öðruvísi á hátíðinni. Þeir sem vilja hlýða á tónsmíðar drengjanna en eru ekki handhafar armbands á Iceland Airwaves-hátíðina geta séð þá á off-venue tónleikum á Kaffibarnum í kvöld. Einnig þeyta þeir skífum í versluninni Maníu frá klukkan þrjú til sex á laugardag. Sama kvöld klukkan tíu leika þeir á aðalsviðinu á Faktorý. Ghostigital kemur fram á undan þeim og James Murphy úr LCD Soundsystem spilar á sama sviði undir miðnætti. hallfridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Guðlaugur Halldór Einarsson og Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson hafa þrátt fyrir ungan aldur nokkra reynslu af tónleikahátíðinni Iceland Airwaves sem haldin er í tólfta sinn um helgina. Saman skipa þeir hljómsveitina Captain Fufanu sem var stofnuð haustið 2008 og leikur nú í þriðja sinn á hátíðinni. „Ég held að þetta sé níunda Airwaves-hátíðin sem ég spila á," segir Hrafnkell hokinn af reynslu en hann hóf að leika á trompet með hljómsveitinni Ghostigital aðeins tíu ára að aldri. Báðir hafa strákarnir mjög flottan fatasmekk en segjast þó ekki hafa sérstakan áhuga á tísku. „Nei, við erum ekkert að sitja á kaffihúsum og lesa tískublöð," segir Guðlaugur en Hrafnkell er fljótur að bæta við að þeir þekki samt til hönnuða. „Ég fæ fötin mín aðallega úr dánarbúum, kannski ekki öll en ég fékk samt jakkann í alvöru úr dánarbúi," segir Guðlaugur um brúna köflótta frakkann sem hann klæðist. Hrafnkell verslar lítið á Íslandi. „Það er þá helst í Nolandi, ég er í gallabuxum þaðan en svo finnum við bara hitt og þetta hér og þar erlendis. Bara einhverstaðar úti á götu," segir Hrafnkell og bætir við að það séu flott föt í Weekday og Fred Perry-búðunum erlendis. Spurðir um færni sína við saumavélina segist Guðlaugur hafa breytt ýmsum flíkum og Hrafnkell segist leita til hans í von um að breyta fötum. „Nei," svara þeir samtímis inntir eftir því hvort þeir hafi ákveðið föt fyrir tónleika helgarinnar. „Við klæðum okkur ekkert öðruvísi á sviði. Það er helst að við klæðumst einhverju sem er einfalt að fara úr. Við afklæðumst samt bara þegar við erum í stuði en við erum alltaf í stuði svo þú getur lagt tvo og tvo saman," segir Hrafnkell. „Íslendingar eru svo fyndnir, þeir þurfa alltaf að gera sig fína þegar Yvan Rodic, betur þekktur sem „Facehunter", kemur til landsins," segir Hrafnkell spurður hvort fólk klæði sig öðruvísi á hátíðinni. Þeir sem vilja hlýða á tónsmíðar drengjanna en eru ekki handhafar armbands á Iceland Airwaves-hátíðina geta séð þá á off-venue tónleikum á Kaffibarnum í kvöld. Einnig þeyta þeir skífum í versluninni Maníu frá klukkan þrjú til sex á laugardag. Sama kvöld klukkan tíu leika þeir á aðalsviðinu á Faktorý. Ghostigital kemur fram á undan þeim og James Murphy úr LCD Soundsystem spilar á sama sviði undir miðnætti. hallfridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira