Sló í gegn hjá írönskum leigubílstjóra 13. október 2011 13:00 Ein heimsálfa eftir Blái hnötturinn kemur út í Brasilíu og Norður-Ameríku á næstunni og er þá Eyjaálfa eina heimsálfan sem bókin á eftir. Forlagið gekk í gær frá samningum við brasilískt forlag um útgáfu á barnabókinni Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Bókin er því væntanleg í öllum byggðum heimsálfum nema einni, Eyjaálfu, því útgáfa hennar hefur þegar verið skipulögð í Norður-Ameríku á næsta ári. Bókamessan í Frankfurt var sett á þriðjudagskvöld að viðstöddu margmenni og þótt rithöfundur og forleggjarar séu á hverju strái sitja þeir fæstir að sumbli á börunum við að ræða nýjustu strauma og stefnur. Margir af hinum íslensku rithöfundum eru á flakki um allt Þýskalandi, að lesa upp úr bókum sínum og nýta sér þá miklu umfjöllun sem íslenskar bækur fá þessa vikurnar. Andri Snær er engin undantekning á því; hann verður í Þýskalandi í tíu daga að lesa upp úr verkum sínum. „Þetta er svona síðbúið bakpokaferðalag,“ segir Andri í samtali við Fréttablaðið. Hann var þá reyndar staddur í Frankfurt en var á leiðinni til Mainz. „Það eru margir í mínum sporum og ég held að Hallgrímur [Helgason] sé jafnvel verri en ég, hann ætlar að vera í þriggja vikna upplestraferð,“ segir Andri sem er ákaflega hrifinn af íslenska skálanum á bókamessunni, finnst hann vera hálfgerð vin í öllu þessu brjálæði. Þjóðverjar virðast fylgjast vel með bókamessunni, allavega var íranskur leigubílstjóri með allt á hreinu þegar Andri fékk far hjá honum í Köln. „Hann spurði hvaðan ég væri og þegar ég hafði kynnt mig sagðist hann einmitt hafa verið að lesa grein um bókamessuna. Og endaði á því að gefa mér helmingsafslátt af farinu,“ útskýrir Andri sem launaði honum að íslenskum sið, gaf honum áritað eintak af þýsku þýðingunni á Draumalandinu. - fgg Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Forlagið gekk í gær frá samningum við brasilískt forlag um útgáfu á barnabókinni Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Bókin er því væntanleg í öllum byggðum heimsálfum nema einni, Eyjaálfu, því útgáfa hennar hefur þegar verið skipulögð í Norður-Ameríku á næsta ári. Bókamessan í Frankfurt var sett á þriðjudagskvöld að viðstöddu margmenni og þótt rithöfundur og forleggjarar séu á hverju strái sitja þeir fæstir að sumbli á börunum við að ræða nýjustu strauma og stefnur. Margir af hinum íslensku rithöfundum eru á flakki um allt Þýskalandi, að lesa upp úr bókum sínum og nýta sér þá miklu umfjöllun sem íslenskar bækur fá þessa vikurnar. Andri Snær er engin undantekning á því; hann verður í Þýskalandi í tíu daga að lesa upp úr verkum sínum. „Þetta er svona síðbúið bakpokaferðalag,“ segir Andri í samtali við Fréttablaðið. Hann var þá reyndar staddur í Frankfurt en var á leiðinni til Mainz. „Það eru margir í mínum sporum og ég held að Hallgrímur [Helgason] sé jafnvel verri en ég, hann ætlar að vera í þriggja vikna upplestraferð,“ segir Andri sem er ákaflega hrifinn af íslenska skálanum á bókamessunni, finnst hann vera hálfgerð vin í öllu þessu brjálæði. Þjóðverjar virðast fylgjast vel með bókamessunni, allavega var íranskur leigubílstjóri með allt á hreinu þegar Andri fékk far hjá honum í Köln. „Hann spurði hvaðan ég væri og þegar ég hafði kynnt mig sagðist hann einmitt hafa verið að lesa grein um bókamessuna. Og endaði á því að gefa mér helmingsafslátt af farinu,“ útskýrir Andri sem launaði honum að íslenskum sið, gaf honum áritað eintak af þýsku þýðingunni á Draumalandinu. - fgg
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira