Spegilmynd Jóns Páls í Heimsendi 11. október 2011 11:00 Sláandi líkindi Guðjón Þorsteinn sem vörðurinn Leó, en fyrirmyndin að útliti hans er Jón Páll Sigmarsson kraftajötunn. „Ég hamaðist í ræktinni og passaði mataræðið alveg ofsalega vel til að reyna að líta ekki út eins og aumingi,“ segir Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikari. Guðjón leikur kraftalega vörðinn Leó í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi sem frumsýnd var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þar er hann með aflitað, hvítt hár, stór gleraugu og klæddur í hlýrabol sem var einmitt einkennisbúningur frægs kraftajötuns um svipað leyti og þættirnir eiga að gerast, sjálfs Jóns Páls Sigmarssonar. Guðjón viðurkennir að þessi goðsagnakenndi íþróttakappi hafi verið hafður til hliðsjónar. „Við lögðum eiginlega upp með að Jón Páll væri spegilmyndin. Það var bara áttin sem við fórum í og við erum ekkert að reyna að breiða yfir það,“ segir Guðjón en bætir því við að útlitið sé það eina sem þeir tveir eigi sameiginlegt. Leikarinn varð svo frægur að hitta Jón Pál einu sinni, þegar hann var tíu ára, og viðurkennir að það hafi verið einstök og nánast heilög stund. „Hann var náttúrlega hálfguð í augum margra,“ segir Guðjón, en hann lagði á sig töluverða vinnu til að ná þeim vöðvamassa sem Leó skartar í þáttunum og naut meðal annars liðsinnis annars leikara, Jóhannesar Hauks Jóhannessonar, við að lyfta lóðum. Jóhannes Haukur fór einmitt í svipað átak fyrir hlutverk sitt í Svörtum á leik og þá var Guðjón hjálparhellan. „Það hjálpaði mér heilmikið. Menn skiptast á að verða þreyttir og þá er gott að einhver sparki í rassinn á manni,“ útskýrir Guðjón, sem byrjaði að lyfta hálfu ári áður en tökur hófust. „Ég tók þetta síðan mjög föstum tökum síðustu tvo til þrjá mánuðina.“ - fgg Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
„Ég hamaðist í ræktinni og passaði mataræðið alveg ofsalega vel til að reyna að líta ekki út eins og aumingi,“ segir Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikari. Guðjón leikur kraftalega vörðinn Leó í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi sem frumsýnd var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þar er hann með aflitað, hvítt hár, stór gleraugu og klæddur í hlýrabol sem var einmitt einkennisbúningur frægs kraftajötuns um svipað leyti og þættirnir eiga að gerast, sjálfs Jóns Páls Sigmarssonar. Guðjón viðurkennir að þessi goðsagnakenndi íþróttakappi hafi verið hafður til hliðsjónar. „Við lögðum eiginlega upp með að Jón Páll væri spegilmyndin. Það var bara áttin sem við fórum í og við erum ekkert að reyna að breiða yfir það,“ segir Guðjón en bætir því við að útlitið sé það eina sem þeir tveir eigi sameiginlegt. Leikarinn varð svo frægur að hitta Jón Pál einu sinni, þegar hann var tíu ára, og viðurkennir að það hafi verið einstök og nánast heilög stund. „Hann var náttúrlega hálfguð í augum margra,“ segir Guðjón, en hann lagði á sig töluverða vinnu til að ná þeim vöðvamassa sem Leó skartar í þáttunum og naut meðal annars liðsinnis annars leikara, Jóhannesar Hauks Jóhannessonar, við að lyfta lóðum. Jóhannes Haukur fór einmitt í svipað átak fyrir hlutverk sitt í Svörtum á leik og þá var Guðjón hjálparhellan. „Það hjálpaði mér heilmikið. Menn skiptast á að verða þreyttir og þá er gott að einhver sparki í rassinn á manni,“ útskýrir Guðjón, sem byrjaði að lyfta hálfu ári áður en tökur hófust. „Ég tók þetta síðan mjög föstum tökum síðustu tvo til þrjá mánuðina.“ - fgg
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira