Landar stóru hlutverki í sjónvarpsþætti vestanhafs 29. september 2011 15:00 Aníta Briem leikur aðalhlutverkið í pilot-þætti sem er skrifaður og leikstýrt af Cynthiu Mort en hún er ábyrg fyrir sjónvarpsþáttum á borð við Will & Grace og Roseanne. NordicPhotos/Getty Anita Briem hefur tekið að sér aðalhlutverkið í bandaríska sjónvarpsþættinum Radical. Leikstjóri þáttanna er Cynthia Mort sem er stórt nafn í bransanum vestanhafs. Um er að ræða prufuþátt (pilot) en vonir standa til að þættirnir komist á dagskrá næsta vetur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Anitu var hún ekki reiðubúin til að segja nákvæmlega frá því um hvað Radical væri en samkvæmt vefmiðlum þar vestra, sem fylgst hafa með gangi mála, er um að ræða spennu- og hasarþáttaröð. „Ég var einstaklega heilluð af þessu verkefni því mér finnst heimurinn vera í þannig ástandi að það er í loftinu að fólk sé að leita að sannleika og nýrri sýn á lífið. Persónan mín getur ekki fundið frið nema hún finni að hún geti látið eitthvað gott af sér leiða," segir Anita og bætir því við að hún hafi fátt nema gott um Mort að segja. „Hún er einstakur rithöfundur og leikstjóri og okkur kom strax ákaflega vel saman. Við fundum fyrir sterkri tengingu og erum að plana frekara samstarf."Frances Fisher.Mort er þekkt nafn innan bandaríska sjónvarps- og kvikmyndabransans og er meðal annars ábyrg fyrir þáttum á borð við Will & Grace og Roseanne og skrifaði handritið að kvikmyndinni The Brave One. Mort komst á forsíður helstu glanstímarita heims þegar hún var sögð vera ástkona bandarísku óskarsverðlaunaleikkonunnar Jodie Foster en þær unnu einmitt saman að kvikmyndinni The Brave One. Meðal annarra leikkvenna í þættinum Radical eru þær Lori Petty, sem margir ættu að kannast við úr Point Break og sjónvarpsþáttunum House, og svo Frances Fisher en hún lék stóra rullu í Óskarsverðlaunamyndunum The Unforgiven og Titanic. „Fisher leikur mömmu mína og við höfðum einmitt verið að leita að verkefni til að gera saman," segir Anita sem verður gestur Ragnhildar Steinunnar í þættinum Ísþjóðin í Sjónvarpinu í kvöld.Lori Petty.Nýlega var síðan tilkynnt að Anita myndi leika listakonuna Louisu Matthíasdóttur í kvikmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet. Hollywood-stjarnan Nick Stahl mun leika ljóðskáldið Stein Steinarr. „Kvikmyndin fjallar um stórbrotið, ástríðufullt og flókið samband Steins og Louisu. Ég er mikill aðdáenda þeirra beggja og lít á þetta sem gífurlega ábyrgð og jafnmikinn heiður." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Anita Briem hefur tekið að sér aðalhlutverkið í bandaríska sjónvarpsþættinum Radical. Leikstjóri þáttanna er Cynthia Mort sem er stórt nafn í bransanum vestanhafs. Um er að ræða prufuþátt (pilot) en vonir standa til að þættirnir komist á dagskrá næsta vetur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Anitu var hún ekki reiðubúin til að segja nákvæmlega frá því um hvað Radical væri en samkvæmt vefmiðlum þar vestra, sem fylgst hafa með gangi mála, er um að ræða spennu- og hasarþáttaröð. „Ég var einstaklega heilluð af þessu verkefni því mér finnst heimurinn vera í þannig ástandi að það er í loftinu að fólk sé að leita að sannleika og nýrri sýn á lífið. Persónan mín getur ekki fundið frið nema hún finni að hún geti látið eitthvað gott af sér leiða," segir Anita og bætir því við að hún hafi fátt nema gott um Mort að segja. „Hún er einstakur rithöfundur og leikstjóri og okkur kom strax ákaflega vel saman. Við fundum fyrir sterkri tengingu og erum að plana frekara samstarf."Frances Fisher.Mort er þekkt nafn innan bandaríska sjónvarps- og kvikmyndabransans og er meðal annars ábyrg fyrir þáttum á borð við Will & Grace og Roseanne og skrifaði handritið að kvikmyndinni The Brave One. Mort komst á forsíður helstu glanstímarita heims þegar hún var sögð vera ástkona bandarísku óskarsverðlaunaleikkonunnar Jodie Foster en þær unnu einmitt saman að kvikmyndinni The Brave One. Meðal annarra leikkvenna í þættinum Radical eru þær Lori Petty, sem margir ættu að kannast við úr Point Break og sjónvarpsþáttunum House, og svo Frances Fisher en hún lék stóra rullu í Óskarsverðlaunamyndunum The Unforgiven og Titanic. „Fisher leikur mömmu mína og við höfðum einmitt verið að leita að verkefni til að gera saman," segir Anita sem verður gestur Ragnhildar Steinunnar í þættinum Ísþjóðin í Sjónvarpinu í kvöld.Lori Petty.Nýlega var síðan tilkynnt að Anita myndi leika listakonuna Louisu Matthíasdóttur í kvikmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet. Hollywood-stjarnan Nick Stahl mun leika ljóðskáldið Stein Steinarr. „Kvikmyndin fjallar um stórbrotið, ástríðufullt og flókið samband Steins og Louisu. Ég er mikill aðdáenda þeirra beggja og lít á þetta sem gífurlega ábyrgð og jafnmikinn heiður." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira