Svakalegt vesen að vera með palestínskt eftirnafn 28. september 2011 08:00 „Þetta kom mér rosalega á óvart, ég var búinn að gleyma þessari keppni," segir Alexander Jarl Abu-Samrah, eða Alli abstrakt, sem er kominn í úrslit norrænu rappkeppninnar Rap It Up. Úrslitakeppnin fer fram í Stokkhólmi 14. október og tekur einn keppandi frá hverju Norðurlandaríkjanna þátt. Alli mætir til leiks fyrir Íslands hönd með lagið Í mínu hverfi. „Ég syng um hvað er að gerast í mínu hverfi og hvað fólki finnst í mínu hverfi um alls kyns hluti. Ég er úr Vesturbænum og þetta er eiginlega um Vesturbæinn. En annars er þetta mest um Reykjavík, þannig séð," segir Alli, sem er nýorðinn tvítugur. Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Palestínumaður en hefur alltaf búið hér á landi. Faðir hans, sem er palestínskur, skildi við móður Alla þegar Alli var ungur að aldri og hefur hann lítið sem ekkert búið á Íslandi. Alli hefur einu sinni komið til Palestínu. Þá var hann fimm ára og fór þangað með mömmu sinni og pabba, afa sínum og ömmu og frændsystkinum. „Það var rosalega gaman en þetta er mjög frábrugðinn heimur þarna," segir rapparinn um upplifun sína. „Það var svakalegt vesen að vera með palestínskt eftirnafn og fara í gegnum Ísrael til að komast þarna inn. Ég er líka alltaf stoppaður í Bandaríkjunum út af þessu eftirnafni." Aðspurður segist Alli hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum þegar hann var í grunnskóla hér heima en eftir að honum lauk hafi fordómarnir hætt. Þessa dagana er hann að vinna að sinni fyrstu rappplötu og mun eitt lagið fjalla um Palestínu og ástandið þar. „Ég er að reyna að plata Erp [Eyvindarson] með mér í það en hann er alltaf svo upptekinn." Alli hóf feril sinn sem upptökustjóri undir nafninu Abstrakt Idea. Sem slíkur gaf hann út ósungnu plötuna Sincere Sunset sem komst í 33. sæti á iTunes-listanum í Japan. Hann er tiltölulega nýbyrjaður að rappa og lítur mikið upp til rapparanna í Forgotten Lores. Fyrir efsta sætið í norrænu keppninni fást 1.000 evrur, eða um 160 þúsund krónur, auk upptökutíma hjá þekktum upptökustjórum í Svíþjóð sem kalla sig Salazar-bræður. Tónlistinni verður dreift á iTunes og Spotify. Einn Íslendingur er í dómnefndinni, Þorsteinn Lár Ragnarsson úr XXX Rottweiler. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
„Þetta kom mér rosalega á óvart, ég var búinn að gleyma þessari keppni," segir Alexander Jarl Abu-Samrah, eða Alli abstrakt, sem er kominn í úrslit norrænu rappkeppninnar Rap It Up. Úrslitakeppnin fer fram í Stokkhólmi 14. október og tekur einn keppandi frá hverju Norðurlandaríkjanna þátt. Alli mætir til leiks fyrir Íslands hönd með lagið Í mínu hverfi. „Ég syng um hvað er að gerast í mínu hverfi og hvað fólki finnst í mínu hverfi um alls kyns hluti. Ég er úr Vesturbænum og þetta er eiginlega um Vesturbæinn. En annars er þetta mest um Reykjavík, þannig séð," segir Alli, sem er nýorðinn tvítugur. Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Palestínumaður en hefur alltaf búið hér á landi. Faðir hans, sem er palestínskur, skildi við móður Alla þegar Alli var ungur að aldri og hefur hann lítið sem ekkert búið á Íslandi. Alli hefur einu sinni komið til Palestínu. Þá var hann fimm ára og fór þangað með mömmu sinni og pabba, afa sínum og ömmu og frændsystkinum. „Það var rosalega gaman en þetta er mjög frábrugðinn heimur þarna," segir rapparinn um upplifun sína. „Það var svakalegt vesen að vera með palestínskt eftirnafn og fara í gegnum Ísrael til að komast þarna inn. Ég er líka alltaf stoppaður í Bandaríkjunum út af þessu eftirnafni." Aðspurður segist Alli hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum þegar hann var í grunnskóla hér heima en eftir að honum lauk hafi fordómarnir hætt. Þessa dagana er hann að vinna að sinni fyrstu rappplötu og mun eitt lagið fjalla um Palestínu og ástandið þar. „Ég er að reyna að plata Erp [Eyvindarson] með mér í það en hann er alltaf svo upptekinn." Alli hóf feril sinn sem upptökustjóri undir nafninu Abstrakt Idea. Sem slíkur gaf hann út ósungnu plötuna Sincere Sunset sem komst í 33. sæti á iTunes-listanum í Japan. Hann er tiltölulega nýbyrjaður að rappa og lítur mikið upp til rapparanna í Forgotten Lores. Fyrir efsta sætið í norrænu keppninni fást 1.000 evrur, eða um 160 þúsund krónur, auk upptökutíma hjá þekktum upptökustjórum í Svíþjóð sem kalla sig Salazar-bræður. Tónlistinni verður dreift á iTunes og Spotify. Einn Íslendingur er í dómnefndinni, Þorsteinn Lár Ragnarsson úr XXX Rottweiler. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira