Sinnti veikum manni í flugvél 27. september 2011 12:00 Efnilegur Elmar Johnson, fyrirsæta og læknanemi, sló í gegn á tískuvikunni í New York. Hann kom einnig bráðveikum manni til aðstoðar í flugi sínu heim til Íslands.fréttablaðið/hag Elmar Johnson, fyrirsæta hjá Eskimo og læknanemi, er nýkominn heim frá New York þar sem hann tók þátt í tískuvikunni. Í fluginu til Íslands nýttist námið honum vel því hann kom bráðveikum manni til aðstoðar. Elmar er á fimmta ári í læknisfræði við Háskóla Íslands og kom námið sér að góðum notum þegar hann flaug heim frá New York um miðjan mánuðinn. Þá veiktist farþegi um borð í vélinni og í fréttum af atvikinu er greint frá því að læknir hafi verið um borð í vélinni sem sinnti sjúklingnum allt til lendingar, en þar var einmitt Elmar að verki. „Ég hafði brugðið mér á klósettið og þegar ég kom aftur fram var allt farið í háaloft. Okkur var tilkynnt að bráðveikur maður væri um borð og svo var óskað eftir lækni eða hjúkrunarfræðingi og ég gaf mig auðvitað fram og gerði svo bara mitt besta til að sinna manninum." Vélinni var nauðlent í Goose Bay í Kanada þar sem maðurinn var fluttur á sjúkrahús.Á pallinum Elmar gekk fjölda sýninga í New York, hér má sjá hann í sýningu hönnuðarins Simon Spurr.Á tískuvikunni í New York sýndi Elmar meðal annars á sýningum Stevens Alan, Andrews Buckler, Antonio Azzuolo, Simons Spurr og Rads Hourani og segir reynsluna hafa verið skemmtilega en að dagarnir hafi verið langir og strembnir. „Þetta var ekki stressandi en maður þurfti að hlaupa á milli staða og það kom fyrir að maður þurfti að vera á tveimur stöðum á sama tíma. Það að ganga sýningarpallana var líka skrítin reynsla, okkur var hent fram á sviðið og auðvitað varð maður svolítið stressaður en þetta var samt reynsla sem ég mundi ekki hafa viljað sleppa." Þegar Elmar er inntur eftir því hvort erfitt sé að setjast aftur á skólabekk eftir New York-dvölina játar hann því. „Þetta eru miklar andstæður og það tók mig nokkra daga að koma mér aftur í gömlu rútínuna mína. En mér finnst ég heppinn að geta upplifað báða heima."- sm Lífið Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Elmar Johnson, fyrirsæta hjá Eskimo og læknanemi, er nýkominn heim frá New York þar sem hann tók þátt í tískuvikunni. Í fluginu til Íslands nýttist námið honum vel því hann kom bráðveikum manni til aðstoðar. Elmar er á fimmta ári í læknisfræði við Háskóla Íslands og kom námið sér að góðum notum þegar hann flaug heim frá New York um miðjan mánuðinn. Þá veiktist farþegi um borð í vélinni og í fréttum af atvikinu er greint frá því að læknir hafi verið um borð í vélinni sem sinnti sjúklingnum allt til lendingar, en þar var einmitt Elmar að verki. „Ég hafði brugðið mér á klósettið og þegar ég kom aftur fram var allt farið í háaloft. Okkur var tilkynnt að bráðveikur maður væri um borð og svo var óskað eftir lækni eða hjúkrunarfræðingi og ég gaf mig auðvitað fram og gerði svo bara mitt besta til að sinna manninum." Vélinni var nauðlent í Goose Bay í Kanada þar sem maðurinn var fluttur á sjúkrahús.Á pallinum Elmar gekk fjölda sýninga í New York, hér má sjá hann í sýningu hönnuðarins Simon Spurr.Á tískuvikunni í New York sýndi Elmar meðal annars á sýningum Stevens Alan, Andrews Buckler, Antonio Azzuolo, Simons Spurr og Rads Hourani og segir reynsluna hafa verið skemmtilega en að dagarnir hafi verið langir og strembnir. „Þetta var ekki stressandi en maður þurfti að hlaupa á milli staða og það kom fyrir að maður þurfti að vera á tveimur stöðum á sama tíma. Það að ganga sýningarpallana var líka skrítin reynsla, okkur var hent fram á sviðið og auðvitað varð maður svolítið stressaður en þetta var samt reynsla sem ég mundi ekki hafa viljað sleppa." Þegar Elmar er inntur eftir því hvort erfitt sé að setjast aftur á skólabekk eftir New York-dvölina játar hann því. „Þetta eru miklar andstæður og það tók mig nokkra daga að koma mér aftur í gömlu rútínuna mína. En mér finnst ég heppinn að geta upplifað báða heima."- sm
Lífið Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira