Hætti myndlistarnámi og réði sig á norskan togara 27. september 2011 14:30 stundar sjómennsku Eva Bjarnadóttir tók sér frí frá myndlistarnámi og fékk pláss á norskum frystitogara. fréttablaðið/valli „Sjórinn heillar mig mjög mikið. Mér finnst hann mjög aðlaðandi náttúruafl og kraftmikið,“ segir Eva Bjarnadóttir. Hún ákvað að gera hlé á námi sínu í Myndlistarskóla Reykjavíkur og skella sér á norskan frystitogara. Eva hafði lokið einu ári í textílnámi í skólanum þegar hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og ráða sig á togarann, sem heitir Langvin. „Ég fór á sjó sumarið 2006 og var á frystitogara í Vestmannaeyjum. Síðan þá hugsaði ég um að þetta væri eitthvað sem ég yrði að gera einhvern tímann aftur,“ segir Eva og heldur áfram: „Ef ég ætla að starfa sem listamaður á ég aldrei eftir að afla mér mikilla tekna. Þannig að kannski var líka hugsunin á bak við þetta að ef ég vinn fyrir mér sem sjómaður get ég samt haft frelsi til að gera það sem mig langar til vegna þess að ég fæ gott frí inn á milli.“ Eva, sem er 27 ára, ákvað að hætta í textílnáminu og hafði fengið inngöngu í fornám Myndlistarskólans, sem er undirbúningsár fyrir almennt listnám, þegar hún fékk pláss á togaranum. Hún ætlaði að hefja námið núna í haust en hefur nú frestað því til næsta hausts vegna sjómennskunnar. Hún segir ekki óalgengt að konur starfi á frystitogurum í Noregi. Til að mynda eru fjögur frátekin pláss fyrir konur á hennar togara og þar að auki starfar ein kona uppi á dekki. Sjálf er hún í fiskvinnslu og er ekki „brútal“ sjómaður eins og hún orðar það. „Það væri miklu meira spennandi að fá að vera úti undir beru lofti og gera eitthvað skemmtilegt. En það er hægara sagt en gert að komast upp á dekk því þar eru bara strákar.“ Hún segist gjarnan vilja komast á sjó á Íslandi og starfa úti á dekki og skilur eftir netfangið sitt evabjarna@hotmail.com ef einhver vill hafa samband. Eva segist fá ótrúlega mikinn innblástur af því að vera úti á sjó og vonast til að þessi reynsla eigi eftir að nýtast henni í myndlistinni. „Það að vera í þessu umhverfi er mjög sérstakt. Bæði er náttúran svo ofsalega sterkt afl og svo er líka sérstakt að vera hluti af svona litlu samfélagi í svona langan tíma. Það myndast alltaf ákveðin stemning og mér líður eins og ég sé í hálfgerðri draumaveröld sem er ekki alveg raunveruleg.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira
„Sjórinn heillar mig mjög mikið. Mér finnst hann mjög aðlaðandi náttúruafl og kraftmikið,“ segir Eva Bjarnadóttir. Hún ákvað að gera hlé á námi sínu í Myndlistarskóla Reykjavíkur og skella sér á norskan frystitogara. Eva hafði lokið einu ári í textílnámi í skólanum þegar hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og ráða sig á togarann, sem heitir Langvin. „Ég fór á sjó sumarið 2006 og var á frystitogara í Vestmannaeyjum. Síðan þá hugsaði ég um að þetta væri eitthvað sem ég yrði að gera einhvern tímann aftur,“ segir Eva og heldur áfram: „Ef ég ætla að starfa sem listamaður á ég aldrei eftir að afla mér mikilla tekna. Þannig að kannski var líka hugsunin á bak við þetta að ef ég vinn fyrir mér sem sjómaður get ég samt haft frelsi til að gera það sem mig langar til vegna þess að ég fæ gott frí inn á milli.“ Eva, sem er 27 ára, ákvað að hætta í textílnáminu og hafði fengið inngöngu í fornám Myndlistarskólans, sem er undirbúningsár fyrir almennt listnám, þegar hún fékk pláss á togaranum. Hún ætlaði að hefja námið núna í haust en hefur nú frestað því til næsta hausts vegna sjómennskunnar. Hún segir ekki óalgengt að konur starfi á frystitogurum í Noregi. Til að mynda eru fjögur frátekin pláss fyrir konur á hennar togara og þar að auki starfar ein kona uppi á dekki. Sjálf er hún í fiskvinnslu og er ekki „brútal“ sjómaður eins og hún orðar það. „Það væri miklu meira spennandi að fá að vera úti undir beru lofti og gera eitthvað skemmtilegt. En það er hægara sagt en gert að komast upp á dekk því þar eru bara strákar.“ Hún segist gjarnan vilja komast á sjó á Íslandi og starfa úti á dekki og skilur eftir netfangið sitt evabjarna@hotmail.com ef einhver vill hafa samband. Eva segist fá ótrúlega mikinn innblástur af því að vera úti á sjó og vonast til að þessi reynsla eigi eftir að nýtast henni í myndlistinni. „Það að vera í þessu umhverfi er mjög sérstakt. Bæði er náttúran svo ofsalega sterkt afl og svo er líka sérstakt að vera hluti af svona litlu samfélagi í svona langan tíma. Það myndast alltaf ákveðin stemning og mér líður eins og ég sé í hálfgerðri draumaveröld sem er ekki alveg raunveruleg.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira