Lærir tískuljósmyndun í London 15. september 2011 16:00 Íris Björk Reynisdóttir. Fréttablaðið/VALLI Ljósmyndun hefur átt hug Írisar Bjarkar Reynisdóttur undanfarin fjögur ár. Hún flytur búferlum til London á laugardaginn og hefur nám í ljósmyndun og stíliseringu við London College of Fashion. Ljósmyndaáhuginn kviknaði þegar Íris var skiptinemi í Brasilíu. Þá greip hana mikil löngun til þess að taka myndir enda margt nýtt og framandi sem bar fyrir augu. „Ég keypti mér almennilega myndavél hálfu ári eftir heimkomu. Á sama tíma hóf ég að vinna fyrir ljósmyndanefnd Verzlunarskóla Íslands og tók myndir fyrir nemendafélag skólans í tvö ár." Eftir útskrift vorið 2010 hefur hún verið iðin við ljósmyndun, samhliða því að kenna í Danslistarskóla JSB og læra förðun. Hún kveðst hafa lagt stund á förðun til að auka möguleika sína á inngöngu í skólann. Á sama tíma neitar hún því ekki að gott sé að hafa förðunarnámið í farteskinu sem ljósmyndari. Íris segist vera að þróa með sér sinn eigin stíl og að hún reyni alltaf að prófa eitthvað nýtt með hverri myndatöku. „Mig langar að starfa á sviði tísku og valdi skólann af þeim sökum. Hann býður upp á nám til BA-gráðu í tískuljósmyndun, ólíkt mörgum skólum sem bjóða einungis upp á meistaragráðu í faginu." Námsbraut Írisar er blanda af ljósmyndun og stíliseringu. Fyrsta árið leggur hún stund á bæði fögin en eftir það hyggst hún sérhæfa sig í ljósmyndun. „Ég hef ekki beint reynslu af stíliseringu en hef skýra skoðun á því sem ég vil gera í myndatökum," segir Íris sem var einmitt á leið að mynda og stílisera myndatöku fyrir nýja línu Oroblu-sokkabuxnanna. „Ég hef ekki alltaf haft áhuga á tísku. Hann kviknaði fyrir nokkrum árum og hefur vaxið samhliða ljósmyndaáhuganum. Ég get ekki sagt að ég hafi verið svalasti krakkinn í grunnskóla." Íris heldur úti vefsíðunni iris-bjork.blogspot.com og má fylgjast með ævintýrum hennar þar. hallfridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
Ljósmyndun hefur átt hug Írisar Bjarkar Reynisdóttur undanfarin fjögur ár. Hún flytur búferlum til London á laugardaginn og hefur nám í ljósmyndun og stíliseringu við London College of Fashion. Ljósmyndaáhuginn kviknaði þegar Íris var skiptinemi í Brasilíu. Þá greip hana mikil löngun til þess að taka myndir enda margt nýtt og framandi sem bar fyrir augu. „Ég keypti mér almennilega myndavél hálfu ári eftir heimkomu. Á sama tíma hóf ég að vinna fyrir ljósmyndanefnd Verzlunarskóla Íslands og tók myndir fyrir nemendafélag skólans í tvö ár." Eftir útskrift vorið 2010 hefur hún verið iðin við ljósmyndun, samhliða því að kenna í Danslistarskóla JSB og læra förðun. Hún kveðst hafa lagt stund á förðun til að auka möguleika sína á inngöngu í skólann. Á sama tíma neitar hún því ekki að gott sé að hafa förðunarnámið í farteskinu sem ljósmyndari. Íris segist vera að þróa með sér sinn eigin stíl og að hún reyni alltaf að prófa eitthvað nýtt með hverri myndatöku. „Mig langar að starfa á sviði tísku og valdi skólann af þeim sökum. Hann býður upp á nám til BA-gráðu í tískuljósmyndun, ólíkt mörgum skólum sem bjóða einungis upp á meistaragráðu í faginu." Námsbraut Írisar er blanda af ljósmyndun og stíliseringu. Fyrsta árið leggur hún stund á bæði fögin en eftir það hyggst hún sérhæfa sig í ljósmyndun. „Ég hef ekki beint reynslu af stíliseringu en hef skýra skoðun á því sem ég vil gera í myndatökum," segir Íris sem var einmitt á leið að mynda og stílisera myndatöku fyrir nýja línu Oroblu-sokkabuxnanna. „Ég hef ekki alltaf haft áhuga á tísku. Hann kviknaði fyrir nokkrum árum og hefur vaxið samhliða ljósmyndaáhuganum. Ég get ekki sagt að ég hafi verið svalasti krakkinn í grunnskóla." Íris heldur úti vefsíðunni iris-bjork.blogspot.com og má fylgjast með ævintýrum hennar þar. hallfridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira