Spila fyrir 100 þúsund í Kína 3. september 2011 12:00 Hljómsveitin Bloodgroup spilar í fyrsta sinn í Kína í byrjun október. mynd/heiða helgadóttir „Þetta eru nýjar slóðir fyrir okkur. Það er mikil stemning í hópnum,“ segir Ragnar Jónsson, hljómborðsleikari Bloodgroup. Elektrópoppsveitin heldur sína fyrstu tónleika í Kína í byrjun október þegar hún spilar á þremur tónlistarhátíðum í borgunum Peking, Shanghæ og Zhenjiang. Búist er við um eitt hundrað þúsund gestum á alla vega tvær hátíðanna og ætlar Bloodgroup að mæta vel undirbúin til leiks. „Við ákváðum að taka með okkur hljóðmann og ljósamann. Við ætlum að vera með flotta ljósasýningu og reyna að gera þetta svolítið skemmtilegt,“ segir Ragnar. Kínverjarnir borga fyrir allt ferðalag Blood-group, þar á meðal fyrir aukamennina tvo, enda vilja þeir hafa tónleikana flotta, að sögn Ragnars. „Við ákváðum að vera ekkert að spara, það var engin ástæða til þess enda borga þeir allan kostnaðinn.“ Bloodgroup sótti um að spila í Kína í gegnum tónlistarsíðuna Sonicbids.com. „Það var þrjátíu þúsund manna hópur sem sótti um og við unnum þetta bara. Það var helvíti gott.“ Hljómsveitin dvelur í Kína í níu daga, kemur síðan heim og spilar á Akureyri og Egilsstöðum, og flýgur síðan út til Rússlands. Þar spilar hún á tónlistarhátíðinni The Rock Immune Festival. Rússland verður tuttugasta landið sem Ragnar og félagar heimsækja á árinu. „Við erum búin að spila rosalega mikið. Það er ástæðan fyrir því að maður gerir þetta. Það er skemmtilegt að vera á flandri og spila í hinum og þessum löndum.“ Á næsta ári hefur stefnan verið sett á tóneikaferð um Evrópu og hefst hún í Hollandi í janúar. Bloodgroup ætlar einnig að gefa út plötu á næsta ári sem fylgir eftir hinni vinsælu Dry Land sem kom út fyrir tveimur árum. - fb Lífið Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
„Þetta eru nýjar slóðir fyrir okkur. Það er mikil stemning í hópnum,“ segir Ragnar Jónsson, hljómborðsleikari Bloodgroup. Elektrópoppsveitin heldur sína fyrstu tónleika í Kína í byrjun október þegar hún spilar á þremur tónlistarhátíðum í borgunum Peking, Shanghæ og Zhenjiang. Búist er við um eitt hundrað þúsund gestum á alla vega tvær hátíðanna og ætlar Bloodgroup að mæta vel undirbúin til leiks. „Við ákváðum að taka með okkur hljóðmann og ljósamann. Við ætlum að vera með flotta ljósasýningu og reyna að gera þetta svolítið skemmtilegt,“ segir Ragnar. Kínverjarnir borga fyrir allt ferðalag Blood-group, þar á meðal fyrir aukamennina tvo, enda vilja þeir hafa tónleikana flotta, að sögn Ragnars. „Við ákváðum að vera ekkert að spara, það var engin ástæða til þess enda borga þeir allan kostnaðinn.“ Bloodgroup sótti um að spila í Kína í gegnum tónlistarsíðuna Sonicbids.com. „Það var þrjátíu þúsund manna hópur sem sótti um og við unnum þetta bara. Það var helvíti gott.“ Hljómsveitin dvelur í Kína í níu daga, kemur síðan heim og spilar á Akureyri og Egilsstöðum, og flýgur síðan út til Rússlands. Þar spilar hún á tónlistarhátíðinni The Rock Immune Festival. Rússland verður tuttugasta landið sem Ragnar og félagar heimsækja á árinu. „Við erum búin að spila rosalega mikið. Það er ástæðan fyrir því að maður gerir þetta. Það er skemmtilegt að vera á flandri og spila í hinum og þessum löndum.“ Á næsta ári hefur stefnan verið sett á tóneikaferð um Evrópu og hefst hún í Hollandi í janúar. Bloodgroup ætlar einnig að gefa út plötu á næsta ári sem fylgir eftir hinni vinsælu Dry Land sem kom út fyrir tveimur árum. - fb
Lífið Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira