Spila fyrir 100 þúsund í Kína 3. september 2011 12:00 Hljómsveitin Bloodgroup spilar í fyrsta sinn í Kína í byrjun október. mynd/heiða helgadóttir „Þetta eru nýjar slóðir fyrir okkur. Það er mikil stemning í hópnum,“ segir Ragnar Jónsson, hljómborðsleikari Bloodgroup. Elektrópoppsveitin heldur sína fyrstu tónleika í Kína í byrjun október þegar hún spilar á þremur tónlistarhátíðum í borgunum Peking, Shanghæ og Zhenjiang. Búist er við um eitt hundrað þúsund gestum á alla vega tvær hátíðanna og ætlar Bloodgroup að mæta vel undirbúin til leiks. „Við ákváðum að taka með okkur hljóðmann og ljósamann. Við ætlum að vera með flotta ljósasýningu og reyna að gera þetta svolítið skemmtilegt,“ segir Ragnar. Kínverjarnir borga fyrir allt ferðalag Blood-group, þar á meðal fyrir aukamennina tvo, enda vilja þeir hafa tónleikana flotta, að sögn Ragnars. „Við ákváðum að vera ekkert að spara, það var engin ástæða til þess enda borga þeir allan kostnaðinn.“ Bloodgroup sótti um að spila í Kína í gegnum tónlistarsíðuna Sonicbids.com. „Það var þrjátíu þúsund manna hópur sem sótti um og við unnum þetta bara. Það var helvíti gott.“ Hljómsveitin dvelur í Kína í níu daga, kemur síðan heim og spilar á Akureyri og Egilsstöðum, og flýgur síðan út til Rússlands. Þar spilar hún á tónlistarhátíðinni The Rock Immune Festival. Rússland verður tuttugasta landið sem Ragnar og félagar heimsækja á árinu. „Við erum búin að spila rosalega mikið. Það er ástæðan fyrir því að maður gerir þetta. Það er skemmtilegt að vera á flandri og spila í hinum og þessum löndum.“ Á næsta ári hefur stefnan verið sett á tóneikaferð um Evrópu og hefst hún í Hollandi í janúar. Bloodgroup ætlar einnig að gefa út plötu á næsta ári sem fylgir eftir hinni vinsælu Dry Land sem kom út fyrir tveimur árum. - fb Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
„Þetta eru nýjar slóðir fyrir okkur. Það er mikil stemning í hópnum,“ segir Ragnar Jónsson, hljómborðsleikari Bloodgroup. Elektrópoppsveitin heldur sína fyrstu tónleika í Kína í byrjun október þegar hún spilar á þremur tónlistarhátíðum í borgunum Peking, Shanghæ og Zhenjiang. Búist er við um eitt hundrað þúsund gestum á alla vega tvær hátíðanna og ætlar Bloodgroup að mæta vel undirbúin til leiks. „Við ákváðum að taka með okkur hljóðmann og ljósamann. Við ætlum að vera með flotta ljósasýningu og reyna að gera þetta svolítið skemmtilegt,“ segir Ragnar. Kínverjarnir borga fyrir allt ferðalag Blood-group, þar á meðal fyrir aukamennina tvo, enda vilja þeir hafa tónleikana flotta, að sögn Ragnars. „Við ákváðum að vera ekkert að spara, það var engin ástæða til þess enda borga þeir allan kostnaðinn.“ Bloodgroup sótti um að spila í Kína í gegnum tónlistarsíðuna Sonicbids.com. „Það var þrjátíu þúsund manna hópur sem sótti um og við unnum þetta bara. Það var helvíti gott.“ Hljómsveitin dvelur í Kína í níu daga, kemur síðan heim og spilar á Akureyri og Egilsstöðum, og flýgur síðan út til Rússlands. Þar spilar hún á tónlistarhátíðinni The Rock Immune Festival. Rússland verður tuttugasta landið sem Ragnar og félagar heimsækja á árinu. „Við erum búin að spila rosalega mikið. Það er ástæðan fyrir því að maður gerir þetta. Það er skemmtilegt að vera á flandri og spila í hinum og þessum löndum.“ Á næsta ári hefur stefnan verið sett á tóneikaferð um Evrópu og hefst hún í Hollandi í janúar. Bloodgroup ætlar einnig að gefa út plötu á næsta ári sem fylgir eftir hinni vinsælu Dry Land sem kom út fyrir tveimur árum. - fb
Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira