Enginn skortur á stuðningi hjá fyrirliða Stjörnunnar 2. september 2011 16:00 Samheldin systkini Frá vinstri séð: Urður (19) sem heldur á Sigurði Tuma (8) og Gunnhildur (23) situr fyrir miðju með Elfi Fríðu (3). Ilmur (15) heldur á Sæmundi Tóka (6) og loks situr Þórunn á gólfinu fyrir framan. Á myndina vantar elsta bróðurinn, Tind.Fréttablaðið/Stefán „Það geta oft verið mikil læti en maður tekur ekki eftir því. Það er kannski einna helst þegar fólk kemur í heimsókn að einhver hefur orð á þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hinn 23 ára gamli fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Stjarnan, með Gunnhildi í broddi fylkingar, rauf loks áralanga einokun og áskrift Vals að Íslandsmeistaratitlinum í kvennaknattspyrnu þegar liðið lagði Aftureldingu á þriðjudaginn. Og það er kannski engin tilviljun að Gunnhildur skuli bera fyrirliðabandið því heima fyrir þarf hún að kljást við nánast heilt fótboltalið af systkinum. Þau eru allt í allt átta; einn eldri bróðir, fjórar yngri systur og tveir litlir bræður. „Það hefur aldrei vantað barnapíur á heimilið og við höfum yfirleitt hjálpast að. Við höfum samt alltaf verið mjög sjálfstæð og getað bjargað okkur sjálf.“ Og fjölskyldan í Garðabænum er eins ólík og meðlimirnir eru margir, knattspyrnugenið hefur til að mynda ekki ratað í alla. „Urður, sem er nítján, hefur aldrei haft neinn áhuga á íþróttum en bæði Ilmur, fimmtán ára, og Þórunn, fjórtán ára, æfa. Yngri bræður mínir, Sæmundur og Sigurður Tumi, eru hins vegar ekkert fyrir fótbolta, þeir elska að lesa og læra. Þeir eru samt stoltir af stóru systur sinni.“ Það vantaði hins vegar ekkert upp á mætinguna á þriðjudaginn þegar öll fjölskyldan mætti til að hvetja lið Stjörnunnar áfram og Gunnhildur viðurkennir að það hafi verið frábær stund. „Ég hef æft síðan ég var átta ára og það var frábært að upplifa það að Stjarnan skyldi vera orðin eitt af bestu liðum landsins.“ Gunnhildur, sem á kærastann Ólaf Arnar, efast hins vegar um að hún eigi sjálf eftir að eignast jafn mörg börn og foreldrar sínir. „Nei, ég held að besta forvörnin gegn því að eignast mörg börn sé að eiga mörg systkini,“ segir hún og hlær. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Það geta oft verið mikil læti en maður tekur ekki eftir því. Það er kannski einna helst þegar fólk kemur í heimsókn að einhver hefur orð á þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hinn 23 ára gamli fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Stjarnan, með Gunnhildi í broddi fylkingar, rauf loks áralanga einokun og áskrift Vals að Íslandsmeistaratitlinum í kvennaknattspyrnu þegar liðið lagði Aftureldingu á þriðjudaginn. Og það er kannski engin tilviljun að Gunnhildur skuli bera fyrirliðabandið því heima fyrir þarf hún að kljást við nánast heilt fótboltalið af systkinum. Þau eru allt í allt átta; einn eldri bróðir, fjórar yngri systur og tveir litlir bræður. „Það hefur aldrei vantað barnapíur á heimilið og við höfum yfirleitt hjálpast að. Við höfum samt alltaf verið mjög sjálfstæð og getað bjargað okkur sjálf.“ Og fjölskyldan í Garðabænum er eins ólík og meðlimirnir eru margir, knattspyrnugenið hefur til að mynda ekki ratað í alla. „Urður, sem er nítján, hefur aldrei haft neinn áhuga á íþróttum en bæði Ilmur, fimmtán ára, og Þórunn, fjórtán ára, æfa. Yngri bræður mínir, Sæmundur og Sigurður Tumi, eru hins vegar ekkert fyrir fótbolta, þeir elska að lesa og læra. Þeir eru samt stoltir af stóru systur sinni.“ Það vantaði hins vegar ekkert upp á mætinguna á þriðjudaginn þegar öll fjölskyldan mætti til að hvetja lið Stjörnunnar áfram og Gunnhildur viðurkennir að það hafi verið frábær stund. „Ég hef æft síðan ég var átta ára og það var frábært að upplifa það að Stjarnan skyldi vera orðin eitt af bestu liðum landsins.“ Gunnhildur, sem á kærastann Ólaf Arnar, efast hins vegar um að hún eigi sjálf eftir að eignast jafn mörg börn og foreldrar sínir. „Nei, ég held að besta forvörnin gegn því að eignast mörg börn sé að eiga mörg systkini,“ segir hún og hlær. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira